Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Qupperneq 191
190
hennar sem rithöfundar. En líkt og Stein felldi hún lesbískt efni inn í
mörg verka sinna. Langvarandi ástarsambandi hennar við leikkonuna Ödu
Russell er t.d. lýst í smáatriðum í ljóðabálkinum Pictures of the Floating
World (1919).31 Hið táknræna tungutak Lowell var ekki eins órætt og hjá
Stein – hún breytti einfaldlega þeim orðum sem vísuðu til kyns ljóðmæl-
andans en greindi annars satt og rétt frá Russell og samlífi þeirra. Þar sem
þær dulbjuggu efni sitt komust Stein og Lowell ekki aðeins undan rit-
skoðun og fordómum heldur sluppu líka við þá kröfu um ádeilu sem fylgdi
því að skrifa um lesbíur. Þær höfðu frelsi til að fjalla um efnið án þess að
skyldubundin pólitísk skilaboð fylgdu með.
En höfundar sem dulbjuggu ekki efni sitt áttu erfitt með að sleppa
undan þeirri skyldu að annaðhvort styðja eða hafna hinum karlsköpuðu
evrópsku hugmyndum um lesbíur. vangaveltur Elaine Marks um að „það
kunni að vera að eingöngu einarður lesbísk-femínískur höfundur geti,
innan okkar menningar, dregið upp sannfærandi mynd af ótömdum konum
[þ.e. raunverulegum lesbíum]“32 undirstrika þetta í sambandi við lesbíska
höfunda áttunda og níunda áratugarins: þær menningarlegu ímyndir af
þeim sjálfum sem þær erfðu virtust krefjast þess að þær settu fram með-
vituð og einörð lesbísk-femínísk mótrök sem opinberlega lesbískir rithöf-
undar. Sú skylda stýrði því hvað þær gátu skapað. Bókmenntunum voru
þannig sett takmörk, næstum því jafnmikil og fyrir tíma lesbísk-femínísku
bókmenntanna – þótt nýju bókmenntirnar hafi tvímælalaust átt betur upp
á pallborðið hjá flestum lesbískum lesendum.
Slíkar takmarkanir hafa getið af sér takmarkað sögulegt hefðarveldi ef
við lítum á verk kvenna sem hafa fjallað um lesbíur fyrir opnum tjöldum.
Þar er að finna frönsk ljóð undir áhrifum estetismans og dekadensins og
skáldsögur eftir Renée vivien, Djunu Barnes, violette Leduc, Anaïs Nin
og eftirhermur þeirra; verk undir áhrifum þýsku og ensku kynfræðing-
anna, frá The Well of Loneliness eftir Hall til Beebo Brinker-skáldsagna Ann
Bannon; og lesbísk-femínískar bókmenntir, sem hafa fyrst og fremst verið
undir bandarískum áhrifum og notast oft við hina vinsælu ádeiluskáldsögu
Ritu Mae Brown, Rubyfruit Jungle, sem fyrirmynd.33
31 Amy Lowell, Pictures of the Floating World, Boston: Houghton, 1924.
32 Elaine Marks, „Lesbian Intertextuality“, Homosexualities and French Literature: Cul
tural Contexts, Critical Texts, ritstj. George Stambolian og Marks, Ithaca: Cornell
University Press, 1979, bls. 353–77, hér bls. 373.
33 Rita Mae Brown, Rubyfruit Jungle, New York: Bantam, 1978.
lillian fadERMan