Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Qupperneq 6

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Qupperneq 6
A n d r i S n æ r M a g n a s o n 6 TMM 2014 · 2 1997 birtist stór grein í Morgunblaðinu – Grát fóstra mín: Greinin var magn- þrungin herhvöt þar sem hann tíundaði þau óskaplegu áform sem fram- undan voru á Hálendi Íslands. Stórbrotnar og fáfarnar slóðir við Hágöngur, Dimmugljúfur, Eyjabakka, Langasjó eru í veði, og miklu meira. Allt hálendi Íslands liggur meira og minna á fórnarstalli stóriðju. Beitum skæðasta og beittasta vopninu, íslenskri tungu. Skerum burt rotið mein og sprengjum áformin í tætlur. Mótmælum öll hvar og hvenær sem er og verum landinu og sjálfum okkur trú. Þarna var ég 24 ára. Ég varð bálreiður og hálfskrifuð saga dó í tölvunni. Mér fannst hún svo ómerkileg. Hvar eru kraftaskáldin? spurði Guðmundur Páll. Já, hvar eru þau? hugsaði ég. Stríð gegn fósturjörðinni, sagði Guðmundur Páll á baráttufundi og hvað er hægt að kalla árin 1997–2007 – áratug græðginnar, annað en stríð? Þegar samtímis voru kynnt áform við Torfajökul, Langasjó, Reykjanes, Hellisheiði, Kárahnjúka, Þeistareyki, Gjástykki, ásamt öllum jökulsám landsins. Þegar vegagerð og framkvæmdir hófust jafnvel áður en leyfi voru fengin. Hvað er hægt að kalla jafn yfirþyrmandi brjálæði annað en stríð? Hálendið í náttúru Íslands fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2000 og umfjöllun í sjónvarpinu. Guðmundur Páll reif úr henni allar blaðsíður með svæðum sem átti að eyðileggja. Þjóðin sat sem stjörf á meðan hann reif og reif og reif þar til þessi glæsilega bók lá í tætlum á gólfinu. Þvílíkur gjörningur! Fólki var ekki sama og bylgja fór um landið. Grandvarar húsmæður hugs- uðu um sprengjur yfir hafragrautnum. Ómar Ragnarsson gat ekki lengur sagt fréttir, Björk varð að halda náttúrutónleika og samtök spruttu upp um allt land. Það sem byrjaði sem tveir menn við Hágöngur urðu nokkrir tugir á Austurvelli sem urðu nokkur hundruð við Eyjabakka, sem urðu mörg þúsund vegna Kárahnjúka sem varð tugþúsunda hálendisganga niður Laugaveginn á eftir Ómari. Er skemmtilegra starf í veröldinni en að vera Guðmundur Páll Ólafsson? hugsaði ég einhvern tíma. En með hliðsjón af þekkingu hans, andspænis eyðingaröflunum, getur maður líka velt fyrir sér: Hvernig var að vera Guð- mundur Páll þegar Þjórsárver, sjálf Konungsbók Eddukvæða var á leið í pappírstætarann? Hann skrifaði um þau heila bók – í kapphlaupi við tímann og það gilti um fleiri í hans stöðu, Ómar kastaði frá sér aleigunni, listamenn eins og Ósk vilhjálmsdóttir einbeittu sér að því að ganga með fólk um land í hættu – í stað þess að búa til list. Ég fór í eina slíka ferð – og fannst ég vera skuldbundinn þessu svæði sem ég kynntist. Að ganga um fossa og flúðir, að standa á fossbrúnum, að skynja kraftinn og heilagleikann – ég gat ekki þagað, fékk ritstíflu, setningar sem byrjuðu með orðunum – „Hann gekk niður götuna og andaði að sér vorilminum“ endaði á „… og svo ætla helvítin að vaða inn á Torfajökulsvæðið.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.