Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Side 7

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Side 7
L e i t i n a ð A u ð h u m l u TMM 2014 · 2 7 Ég sökk dýpra en ég hafði hugsað mér, lagði frá mér skáldsögu og barnabók vegna þess að eirðin var farin, mér fannst allt ómerkilegt sem ég gæti skrifað og skapað í samanburði við alla þessa yfirþyrmandi eyðileggingu en fann loksins farveg fyrir það í bók sem varð Draumalandið. En svo var ég staddur á fyrirlestri Al Gore í Háskólabíói, þetta hefur verið í apríl hrunárið fína 2008. Ég man það vegna þess að ég get flett dagsetningunni upp í leitarvél. Ég held að fólkið í salnum hafi ekki hugsað sér að læra mikið af Gore, enda margir komnir með grunnneysluþörf á við smáríki í Afríku og skuldsetningu upp á c.a hálfa þjóðarframleiðslu Íslands. Markmið heimsóknar hans var fyrst og fremst hluti af ímyndar- sköpun Glitnis við orkuútrás og orkunýtingu hérlendis, sem hluti af sölu- mennskunni á bak við mýtuna um hina „hreinu íslensku orku“. Forsetinn heldur þarna ræðu og um huga mér renna línur úr Eddukvæðum: Glitnir heitir salur hann er gulli studdur og silfri þaktur hið sama en þar Forseti byggir flestan dag og svæfir allar sakar. En í miðjum fyrirlestrinum birtir Gore mynd af Himalayjafjallgarðinum og bendir á upptök fjögurra mikilvægustu stórfljóta Asíu. Þetta er magnað hugsa ég með mér – fjórar ár frá sömu slóðum – þetta er eins og Auðhumla. Ég held að Auðhumla sé ein sérkennilegasta kynjaveran í gjörvallri norrænni goðafræði, kýr sköpuð úr hrími sem nærði Ými með sínum fjórum mjólkurám en hann varð síðan heimurinn sjálfur. Hár hans varð að skógi, heilinn varð að skýjum. Sköpunarsaga Biblíunnar verður nánast vísindaleg og rökleg miðað við þessa frásögn. Marvel Comics gætu gert heila seríu um Þór, Óðinn og Loka, það er hægt að gera óperu um valhöll og Ragnarök og það væri hægt að gera nútímadansverk um Skírnismál – en Auðhumla? Hvað á að gera við ofurkúna Auðhumlu? Eins og leyfar af leyfum af ljóði sem hefur slitnað og trosnað í munnlegri geymd. Ruglast í þýðingum og túlkunum, verið þýdd úr kvæði í laust mál og aftur í kvæði og rímið að lokum ruglast í hljóðvarpi eða klofningi á 7. öld. Kýr sköpuð úr hrími? En þarna í Himalaya var eins og einhver mynd tæki að skýrast – fjórar ár sem næra gjörvalla Asíu og heilög vötn þar að auki. Skemmtileg tilviljun. Ár var alda þat er arar gullu hnigu heilög vötn af Himinfjöllum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.