Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Síða 9

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Síða 9
L e i t i n a ð A u ð h u m l u TMM 2014 · 2 9 er hásæti guðsins Shiva. Þar má finna Manasarovar-stöðuvatnið sem lengi vel var talið hæsta stöðuvatn jarðar. Frá Kailash-svæðinu renna fjórar mikil- vægustu ár Asíu; Ganges, Bramapuhtra, Sutjej og Indus. Allt í einu er eins og allir þræðir komi saman. Á sanskrít þýðir Himla í Himalayja – snjór. Auðhumla. Auðsnjór. var Auðhumla okkar nafn yfir Himalaya, sem er uppspretta vatns fyrir meira en milljarð jarðarbúa? Hvort sem kenningin er sönn eða ekki þá gengur Auðhumla fullkomlega upp sem metafóra fyrir hlutverk jöklanna á þessu svæði. Hvernig þeir bráðna á hárréttum tíma þegar heitast er og hleypa fram lífsnauðsynlegu og næringarríku jökulvatninu sem rennur mjólkurhvítt úr fjöllunum, með uppleystum efnum sem virka sem áburður sé vatninu veitt á akurlendi. Á þessu svæði er að finna einn helgasta stað Indverja, Gomukh – það er skrið- jökulsporður þaðan sem ein upptök Gangesar brjótast undan jöklinum – Gomukh þýðir bókstaflega – munnur kýrinnar. Ég kafaði dýpra og allt bar þetta að einum brunni, hvar sem drepið var niður fæti, voru mjólk og kýr, jafnvel heilög grýlukerti sem voru „spenar“. Ég varð allur uppveðraður, mér fannst ég hafa gert sögulega uppgötvun, þetta var mín afstæðiskenning, mitt e=mc2. Ég hringdi uppveðraður í Guð- mund Pál til að segja honum frá þessu, ég gat auðvitað ekki sannað hvort eða hvernig þessi mýta rataði frá miðjum Himalayafjöllum ofan í skinn- handrit uppi á Íslandi – en maður býr ávallt nærri manni, maður talar við mann, mannkynið er órofin keðja sem nær um alla jörð og ef við tölum indóevrópskt tungumál sannar það að fólk hefur talað saman og þegar það talar saman segir það sögur og þar hljóta heilagar sköpunarsögur að vega þungt. En hvað um það. Guðmundur Páll var eitthvað þurr á manninn, ég taldi eitt augnablik að ég væri í einhverju maníukasti og þetta væri allt einhver vitleysa – en svo sagði hann: „Ég skal senda þér einn kafla í vatninu“ og að vörmu spori birtist kafli í pósthólfinu mínu sem fjallaði um Auðhumlu, Kailash-fjall, árnar fjórar og munn kýrinnar. „Himalayafjöll eru alheims- kýrin og fjallið Kailash sem mjólkar Auðhumlu …“ Guðmundur Páll birti sinn kafla í vatninu en ég bar hugmyndina undir Dalai Lama og svörin eru enn óbirt, hluti af verki sem ég er með í vinnslu. En ég get þó sagt að stundum sækir maður vatnið yfir lækinn. Þegar Guðmundur Páll Ólafsson lést skrifaði nepalski rithöfundurinn Kunda Dixit eftirmæli um hann í Nepali Times: „When Icelandic author and photographer Gudmundur Pall Olafsson came to Nepal as part of his world tour to work on the book, Water, he became like a guru to me.“ Ég hafði nú aldrei sjálfur notað þetta orð um hann, en ætli hann hafi ekki verið minn „gúrú“, fáir höfðu haft meiri áhrif á hvernig maður hugsaði eða jafnvel skrifaði. Mér þótti afar vænt um að fá að eiga þessa hugmynd með honum. En maður veltir fyrir sér – hvaða merkingu það hefur – að Auðhumla birtist allt í einu á svona augljósan hátt. Af hverju hafði enginn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.