Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Síða 14

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Síða 14
S k ú l i S k ú l a s o n 14 TMM 2014 · 2 vörum og óvissu sem þessi niðurstaða getur falið í sér sem og hvaða frekari rannsókna er þörf.5 Með öðrum orðum þá leita vísindin sannleikans, sem eru auðvitað einhver mestu verðmæti sem við getum hugsað okkur. Þessi sannleikskrafa vísinda dýpkar enn frekar tilfinningalegt samband vísinda- mannsins við viðfangsefnið því frá fyrsta degi verður sambandið, sam- hliða undrun og gleði, að fela í sér traust og áreiðanleika. Þetta eru sömu siðferðilegu gildi og við leggjum til grundvallar vináttu og ást í mannlegum samskiptum. Því má segja að ferli vísindalegrar starfsemi sé best lýst sem vináttu6 sem byggist á mikilli virðingu og í mörgum tilfellum skilyrðislausri ást. Þetta má sjá í starfi margra þekktra vísindamanna, sem gjarnan tjá djúpar tilfinningar og virðingu fyrir hinu óræða viðfangsefni sínu þegar þeir segja frá því. Albert Einstein segir þetta um reynslu sína: „Leyndardómurinn er það fegursta sem við getum upplifað. Hann er uppspretta allrar sannrar listar og allra vísinda. Sá sem ekki þekkir þessa kennd, kann hvorki að staldra við og undrast eða fyllast lotningu, sá er svo gott sem dauður: augu hans eru lokuð.“7 Hér lýsir hann mætti þess að undrast og ætli megi ekki með nokkru öryggi draga þá ályktun að undrun Einsteins hafi haft töluvert að segja þegar hann setti fram afstæðiskenninguna. Þessi orð hans fela í sér mikla hvatningu, áhuga og hugrekki – fyrir honum hefur lífið engan tilgang ef við upplifum ekki hið óþekkta. Þessi reynsla kemur einnig fram í hógværð vísindamanns andspænis náttúrunni, eins og orð Alexanders Flemming fela í sér: „Ég fann ekki upp penisilín. Það gerði náttúran. Ég uppgötvaði það einungis fyrir slysni.“8. Takið eftir því að Flemming lýsir hér árangri þrotlausrar vinnu sinnar og samstarfsfólks við að rannsaka og þróa penisilín, sem slysni. við skulum muna að uppgötvanir þessara tveggja vísindamanna voru byltingarkenndar og hafa grundvallaráhrif á líf okkar nú á dögum. Nokkrar mikilvægar dyggðir koma skýrt fram í orðum og verkum þessara manna, svo sem hógværð, heiðarleiki, dugnaður og hugrekki. Allt eru þetta dyggðir sem stuðla að trausti og vináttu, sem augljóslega var í fyrirrúmi í störfum þeirra og sambandi við viðfangsefnin. Barbara McClintock var einn fremsti erfðafræðingur 20. aldarinnar. Hún uppgötvaði með þrotlausri vinnu og lágmarkstækni hvernig hlutar erfðamengisins, svokallaðir DNA stökklar (transposable elements), geta flust á milli svæða í genamenginu, en niðurstöðurnar byggði hún á rannsóknum á maískorni. Hún fékk Nóbelsverðlaun í lífeðlis- og læknisfræði árið 1983 og er hún eina konan sem hefur fengið þau verðlaun án þess að deila með öðrum. Ævisaga hennar sem Evelyn Fox Keller skrifaði og kom út 1983, ber heitið: A feeling for the organism9. McClintock lýsir tengslum sínum við viðfangsefnið sem vináttu. Þannig er hún í nánum persónulegum tengslum við einstakar maísplöntur, sem og frumurnar sem hún ræktar og litningana sem hún skoðar. Haft er eftir henni: „Sko, þetta er þannig, að þegar ég skoða frumur fer ég í raun og veru inn í frumuna og svipast þar um“10 […] og síðan:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.