Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Síða 20

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Síða 20
20 TMM 2014 · 2 Unnur Birna Karlsdóttir Málsvari náttúrunnar Um náttúruverndarhugmyndir Guðmundar Páls Ólafssonar Bókin stóra til varnar hálendinu Bók Guðmundar Páls Ólafssonar (1941–2012), Hálendið í náttúru Íslands kom út árið 2000 eða fyrir fjórtán árum síðan.1 Ritið, sem skilgreint var sem fræðirit fyrir almenning, stendur enn upp úr eftir allan þennan tíma sem eitt glæsilegasta og efnisríkasta ritið um hálendi landsins, enda hafði hann á valdi sínu þá marghliða færni og djúpu næmni og virðingu gagn- vart viðfangsefninu sem höfundur þarf að búa yfir til að geta skapað slíkt stórvirki sem bókin er. Störf hans, fjölþætt menntun, færni og lífssýn skína í gegn í verkinu, en þar er á ferðinni líffræðingurinn, rithöfundurinn, ljós- myndarinn, náttúruunnandinn og náttúruverndarsinninn. Þetta gerði honum kleyft að skapa frásögn í lifandi texta og vönduðum ljósmyndum með svo áhrifaríkum hætti að hún opnar einstaka innsýn í margbrotna hálendisveröld Íslands. Hann fræðir lesandann um hið smæsta í hálendis- náttúrunni til hins stærsta, um fast og fljótandi, lifandi og dautt, kalt og heitt og allt þar á milli. verk hans fjallar um hálendið út frá náttúrufari og náttúrugæðum, um náttúruöflin sem sífellt eru að verki við að skapa og móta landið, ekki aðeins ofan við hálendislínu heldur ná áhrif þeirra sköpunarkrafta líka niður láglendið, að ströndum og allt í sjó fram og auka með því auðlegð láglendis og sjávar. Hann vekur athygli á þessu heildar- samspili náttúrunnar í gagnrýni sinni á þeirri virkjunarstefnu sem réði þá för, með tilheyrandi áformum um að stífla stærstu jökulár landsins. Hann benti á að árnar væru lífæð lands og sjávar. Ef straumur þeirra er rofinn þá slitnar sú æð. Hann dró þannig fram í virkjanaumræðuna það atriði sem lítið sem ekkert hafði verið haldið á lofti áður, þ.e. hversu lítið er vitað um og rannsakað hversu mikilvægur þáttur hálendið sé í heildarvistkerfi Íslands, bæði fyrir landið og landgrunnið umhverfis það. Hann kannaði því ekki aðeins allt hálendið frá ólíkum sjónarhornum heldur velti upp ýmsum stórum umhverfispólitískum spurningum, þar á meðal þeirri sem snertir grundvallarhagsmuni Íslendinga, þ.e. hvort langtímaáhrif virkjana séu m.a.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.