Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Síða 24

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Síða 24
U n n u r B i r n a K a r l s d ó t t i r 24 TMM 2014 · 2 sú gæfa í skaut að fara vel með auðæfi hálendisins einblíni stjórnvöld áfram á stíflur og uppistöðulón; […] við það skerðist höfuðstóll auðlindarinnar og íslenskrar náttúru í heild sinni svo alvarlega að ekki verður bætt.“8 Ákall um breytt gildi og nýjar áherslur í sambúð manns og náttúru Í bók sinni um hálendið kallaði Guðmundur Páll eftir breyttum vinnu- brögðum og öðru gildismati á Íslandi við mat á þýðingu náttúrunnar fyrir manninn. Þar hefði ríkt skaðleg aðskilnaðarstefna byggð á þröngum sjónarmiðum. Hann benti í því sambandi á að listamenn hefðu löngum siglt um huglæga heima á öðrum forsendum en vísindamenn og verið ófeimnir að tjá tilfinningar sínar og dásamað fegurð náttúrunnar um leið og þeir hefðu túlkað umhverfi sitt með ótal blæbrigðum. Þannig höfðu þeir, segir hann, sloppið við þær hremmingar að reyna að varpa frá sér mannlegu eðli, tilfinn- ingum sínum og fegurðarskyni, og væru lausir undan því oki að leggja kalt mat á náttúru og auðæfi hennar eins og margir vísindamenn hefðu neyðst til að taka þátt í vegna vinnu sinnar og sérþekkingar. Hann varaði við því að hið svonefnda kalda og hlutlæga mat væri blekking. Þá væri listaverk náttúr- unnar einvörðungu metið út frá flatarmáli, rammanum sem það er í, efninu og litunum sem það er sett saman úr og hvernig megi fullnýta það í ljósi gefinna efnahagsforsendna. Þegar komið er að gildi listaverkefnisins fyrir vistkerfið og umheiminn, sérstöðu þess og jafnvel hve mikið hnjask það þolir færa vísindamenn sig nær kjarna málsins þótt þeir hafi í raun takmarkaðar forsendur til að meta gildið vegna þess að þeir forðist eins og heitan eldinn að taka á huglægum verðmætum, þeim er snerta fegurð, tilfinningar og list- sköpunarkraft umhverfisins. úr þessu væri reynt að bæta í baráttu fyrir nátt- úruvernd, sagði hann. Með henni væri gerð tilraun til þess að öðlast yfirsýn yfir gildi náttúrunnar, sjálfs listaverksins, til framtíðar fyrir umhverfið, umheiminn og einstaklinga. Slík vinnubrögð eru listvísindi, sagði Guð- mundur Páll, og því enn langt frá því að hafa slitið barnsskónum sem sæist m.a. af því ósamræmi að myndlistarmenn, ljósmyndarar, tónskáld, rithöf- undar og ljóðskáld ættu yfirleitt enga fulltrúa þar sem gildi íslenskrar nátt- úru væri metið og hefðu þeir þó haft meiri áhrif á þroska þjóðarinnar og mat hennar á náttúrufegurð og gildi landslagsins en aðrir hópar landsmanna.9 Það er alltaf snúið að reyna að hneppa hugmyndir manna inn í hug- myndaramma eða kenningakerfi en ef staðsetja ætti náttúruverndarskrif Guðmundar Páls innan hugmyndakerfis vestrænnar umhverfishyggju, þá mundi ég fella hugmyndir hans í megindráttum undir visthverfa umhverfis- hyggju, sem hann samt setur sitt persónulega mark á því hann fléttar nálgun náttúrufræðingsins og fagurfræði rómantískrar náttúrusýnar saman við siðferðisvitund gagnvart náttúrunni í anda visthverfrar umhverfishyggju. Sú
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.