Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Page 26

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Page 26
26 TMM 2014 · 2 Einar Falur Ingólfsson Fegurðin, sú sjálfstæða höfuðskepna Um ljósmyndarann Guðmund Pál Ólafsson Í einu af stórvirkjum sínum, Hálendinu í náttúru Íslands, vitnar Guðmundur Páll Ólafsson í orð Halldórs Laxness um fegurðina, að hún sé „sjálfstæð höfuðskepna“. Og bætir við að fegurðin auki manninum innsýn í náttúruna, þroski virðingu hans fyrir móður Jörð og efli skynjun hans. Fegurðin veki manninn til vitundar um að vernda skuli það sem honum er kært. Guðmundur Páll réðst í að ná taumhaldi á þessari fegurð, þótt hún væri sjálfstæð höfuðskepna, og beitti henni á okkur lesendur sína; til að sýna okkur þessa náttúru, fá okkur til að skilja hana, verðmæti hennar og mikil- vægi – fá okkur til að þykja vænna um náttúruna. Í þeirri viðleitni var ljósmyndin eitt aðalverkfæri hans. Hann réðist í að skrásetja sjálfur þessa undurmargbreytilegu náttúru, til að sýna okkur hana, og fá okkur til að skilja. „Show-and-tell“ er það kallað í bandarískum leik- og grunnskólum þegar nemendur eru þjálfaðir í að standa fyrir framan skólafélagana og tala opinberlega með því að útskýra einhvern eftirlætishlut. Guðmundur Páll var sérfræðingur í „show-and-tell“, og sem betur fer þreyttist hann aldrei á að sýna okkur þessi undur öll – bæði í sínum eigin ljósmyndum og myndum sem hann valdi að nota úr safni annarra. Það er ekki að ástæðulausu að Guðmundur Páll Ólafsson hefur verið kall- aður endurreisnarmaður. Auk þess kallast stundum aðferðir fræðarans á við hugmyndir upplýsingarinnar. Þegar rætt er um endurreisnina í sambandi við alla hans sköpun, og miðlun hugmynda, þá er vísað til þeirra fjölhæfu uppfinninga- og listamanna sem á miðöldum brutu af sér höft, knúnir áfram af vilja og þrá til að sækja lengra, skapa frjálsir, nýta nýja þekkingu, uppgötva og viðurkenna nýja heimsmynd; til að upplýsa aðra og skýra heiminn sem þeir bjuggu í. Gjarnan með þekkinguna og fegurðina að vopni. Guðmundur Páll var slíkur maður, vitur fjölfræðingur, þetta óvenjulega sambland vísinda- og listamanns, rökhugsunar og abstrakt þankagangs, sem tókst á við að útskýra fyrir okkur hvað við ættum í raun, og hverjar skyldur okkar væru gagnvart umhverfinu. Og upplýsingarmaður að hætti 18. aldarmanna var Guðmundur Páll líka, því hann virðist hafa trúað því að með fræðslu og þekkingu mætti breyta heimum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.