Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Side 28

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Side 28
E i n a r Fa l u r I n g ó l f s s o n 28 TMM 2014 · 2 umst á Kili þar sem hann var á sínum vel búna fjallabíl í ljósmyndaleiðangri eða í fjörunni við Gróttu. Ljósmyndarar velja sér ólík svið og viðfangsefni að vinna með, sum okkar eiga sér köllun, aðrir nálgast þessa skráningu sem andlaust lifibrauð, en Guðmundur Páll birtist okkur fyrst og fremst sem náttúruljósmyndari; þolinmóður, athugull og næmur, eins og þeir þurfa að vera sem leggja stund á slíkt, til að ná árangri. Bandaríkjamaðurinn Robert Adams, sem er fæddur árið 1937, er einn merkasti landslagsljósmyndari samtímans, fyrrum enskukennari, fjölfróður hugsuður sem hefur verið atkvæðamikill og óbilandi í náttúruverndar- baráttu vestanhafs. Hann er líka afar góður og sannfærandi greinahöfundur – lýsingin minnir vissulega á Guðmund Pál. Adams lýsir því í greinasafni sínu Beauty in Photography hvað þurfti til að landslagsljósmynd virki: Ég held að landslagsljósmyndir geti sýnt okkur þrenns konar sannindi – landafræði, sjálfsævisögu og myndlíkingu. Landafræði er, ef hún er ein á ferð, stundum leiðin- leg, sjálfsævisaga er iðulega léttvæg og myndlíkingin getur verið vafasöm. En þegar þetta kemur allt saman, eins og í bestu verkum manna á borð við Alfred Stieglitz og Edward Weston, þá styðja þessar upplýsingar hver aðra og styrkja það sem við stefnum öll að því að koma til skila – aðdáun á lífinu. Það er mikið til í þessu. Í landslagsljósmyndun koma allir þessir þættir saman, á mismunandi hátt, það fer eftir því hver myndar og hvernig honum tekst til. Og varðandi það að hafa áhrif með ljósmyndum þá má nefna sláandi og vel þekkt dæmi um það frá Bandaríkjunum, sögu sem Guðmundur Páll þekkti vel. Árið 1919 gekk 17 ára bandarískur unglingur sem hafði mikinn áhuga á undrum náttúrunnar í Sierra-klúbbinn, sem voru ein helstu samtök náttúruvina þar í landi. Hann hét Ansel Adams, átti eftir að verða þekktasti landslagsljósmyndari sinnar tíðar, og enn í dag eru sýningar með myndum hans einhverjar best sóttu ljósmyndasýningar sem settar eru upp í söfnum og sýningarsölum víða um lönd. Á fjórða áratugnum var Adams búinn að ná slíkum snilldartökum á miðlinum að undrun sætti en jafnframt hafði hann sívaxandi áhyggjur af því hvernig mannvirki voru að leggja undir sig æ stærri svæði þess hluta Klettafjallanna sem kallast Yosemite og hann dáði fyrir óviðjafnanlega fegurð. Í samvinnu við Sierra-klúbbinn tók Adams þá markvisst að beita ljósmyndum sínum í baráttunni við að fá þessi svæði friðuð. Hann gaf meðal annars út fræga bók, Sierra Nevada: The John Muir Trail, árið 1938, sýning á myndunum var sett upp í þinghúsinu í Washington, þar sem Adams bar einnig vitni fyrir þinginu um mikilvægi svæðisins – og árið 1940 höfðu hann og samherjar hans í baráttunni sigur – Yosemite var gert að þjóðgarði. Adams fór þá leið að sýna fegurðina á öllum tímum árs í afar stílhreinum svarthvítum myndum; fegurðina sem maður sem kann skil á tækni og myndbyggingu, og er næmur og þolinmóður áhorfandi, getur náð að sýna
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.