Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Side 30

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Side 30
E i n a r Fa l u r I n g ó l f s s o n 30 TMM 2014 · 2 myndun hér á landi um 1980. Þá kom Páll Stefánsson heim frá námi og réðst að Iceland Review og fór að dæla á markaðinn, í tímaritum og bókum gerðum af miklum metnaði, myndum af landinu sem voru nýstárlegar; formið var mikilvægara en örnefnin; myndirnar urðu að vera góðar sem myndir, í samkeppni við það besta sem sást erlendis, það skipti minna máli hvort myndað væri í Svínafelli eða á Auðkúluheiði, eins og verið hafði áður. Abstraktið, og krafan um hið hreina form og tæknilegan skýrleika, var komið inn í myndina. Þessi nálgun hafði mikil áhrif og Sigurgeir Sigurjóns- son fylgdi í kjölfarið með svipað, ákveðinn formalisma en þó alltaf áherslu á fegurðina sem Halldór Laxness talaði um, þá sjálfstæðu höfuðskepnu. Og fleiri voru að vinna merk verk á þessu sviði, svo sem Guðmundur Ingólfsson sem nálgaðist landið á agaðan og stílhreinan hátt. Hinar stóru bækur Guðmundar Páls byrja að koma út á seinni hluta níunda áratugarins; Fuglar í náttúru Íslands árið 1987; Perlur 1990; Ströndin 1995; Hálendið 2000; Vatnið 2013; og þegar þær eru skoðaðar finnst mér sem hann gangi í nálgun sinni, þegar hann er hvað bestur, að vissu leyti inn í anda nálgunar Páls, í hin hreinu og tæru form, er oft að mynda „hluta fyrir heild“; fer nálægt landi og viðfangsefnum til að gefa tilfinningu fyrir hrynjandi forma, áferð; til að vekja tilfinningu fyrir því sem horft er á. Í raun blandar hann myndum eða myndgerðum í bókunum. Þær stílhreinu, sem skiptir ekki svo miklu máli hvar eru teknar, en sýna á táknrænan hátt hvert umfjöllunarefnið er hverju sinni, eru iðulega stórar, en þær minni eru notaðar til að hnykkja á allskyns dæmum, hvort sem það eru einhver undur eða eitthvað sem miður hefur farið í umgengni mannsins í náttúrunni. Því þegar við veltum fyrir okkur ljósmyndum Guðmundar Páls og hvernig hann beitti þeim, þá blasir við að þær eru hugsaðar sem einn meginefniviðurinn í þessi samsettu bókverk; hann var ekki að taka þær til að sýna stakar eða upphafnar, rúnar samhengi á einhverjum gallerívegg, til að standa aleinar í heiminum; þær hafa tilgang, þær þjóna efninu. Þær þurfa að vera góðar til að fanga athyglina, en þær þurfa líka alltaf að vinna með heildinni og ganga í takt með öllum hinum. Þess vegna er líka svo athyglisvert, að sem höfundur hikaði hann aldrei við að fá ljósmyndir annarra til að birta í stað sinna, hann hélt ekki verndarhendi yfir sínum afkvæmum ef hann taldi að önnur þjónuðu betur markmiðum hans. Hann virðist hafa átt auðvelt með að bæla egóið sem höfundur. Það sýnir líklega að heildarmyndin skipti hann mestu máli. Ef einungis er horft á svokölluð stórvirki höfundarins, þessar fimm með titla sem enda á „… í náttúru Íslands“, þá er sú fyrsta, Fuglabókin, nokkuð frábrugðin hinum hvað ljósmyndirnar varðar. Til að mynda er meira notast við aðdráttarlinsur en í þeim sem síðar komu, og þá til að fanga þessar styggu og oft litlu skepnur. Margar myndanna eru afar góðar og stílhreinar en mér finnst vera meira af Guðmundi Páli, hugsun hans, skapgerð og auga, í hinum bókunum; eins og Perlunum, Ströndinni, Hálendinu og Vatninu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.