Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Page 31

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Page 31
F e g u r ð i n , s ú s j á l f s t æ ð a h ö f u ð s k e p n a TMM 2014 · 2 31 Í umfjöllun um Ströndina í náttúru Íslands í Morgunblaðinu árið 1995 benti ég á að burtséð frá vægi og gæðum einstakra ljósmynda, þá sé heildar- myndin eðlilega það sem mestu máli skiptir, og „allar þjóna myndirnar sínu hlutverki. Sumar skreyta og aðrar skýra …“ Og það er einmitt málið – þær skreyta og skýra, og verkið „eykur skilning á lífheimi strandarinnar og sögu landsins, og vekur lesendur til umhugsunar um lífsstíl okkar og umgengni við náttúruna.“ Með hverju verki urðu bækurnar sterkari og áhrifameiri, og það á svo sannarlega við um ljósmyndirnar – og mynd- og prentvinnsla varð líka sífellt betri. Ég tel til dæmis að í Perlum í náttúru Íslands séu ljósmyndir inn á milli sem höfundurinn hefði ekki sett í seinni bækurnar; birtan of flöt, formin ekki nógu hrein, myndvinnslunni jafnvel ábótavant, og áhersluatriði þeirra ekki ljós. Ef þeir sem skoða þessi verk stoppa ekki við, þá er tilganginum ekki náð. Formhreinar og fallega lýstar myndir fá fólk til að bremsa þegar það flettir – óljósar ljósmyndir eins og þær sem ég nefndi sjást vart í seinni bókunum. Nýjasta stórvirkið, Vatnið í náttúru Íslands, er glæsilegt og í raun víð- feðmara en hinar bækurnar, en svo nýtt og ferskt að það á enn eftir að setjast í huga mér. Ég á mitt uppáhald, viðurkenni það fúslega, Hálendið í náttúru Íslands finnst mér afar áhrifamikil bók, hvað ljósmyndirnar sem annað varðar. Það einstaka verk hefur líka ýtt við mörgum – ég er einn af þeim. Þar hefur Guðmundur Páll fundið, finnst mér, hárréttan tón í samspili mynda og texta, sem þessi meðvitaði, þolinmóði og nákvæmi náttúruljósmyndari, sem hikar ekki við að bíða eftir réttri birtu, fara á þá staði sem verður að sýna á sem heildstæðastan hátt, og færa sig til, á bestu staðina þótt það kosti meiri vinnu, til að formin verði skírari. En hann er jafnvel, enn og aftur, betri myndstjóri en ljósmyndari, því aftur sést hvað hann kunni vel að blanda sínum myndheimum við heima annarra til að styrkja heildarmyndina – alltaf til að lokaafurðin, bókin stóra, yrði sem áhrifamest, og við sæjum og skynjuðum þessa sjálfstæðu höfuðskepnu, fegurðina, í náttúru landsins.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.