Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Page 33

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Page 33
S é r ð u þa ð s e m é g s é ? TMM 2014 · 2 33 ofurefli þessara eyðingarafla og gat ekki á heilum sér tekið nema að sporna við þeim. Leiðin til þess var að spyrja eins og drengurinn og náttúru- skoðarinn í sögu Jónasar Hallgrímssonar Grasaferð spyr: Sérðu það sem ég sé? Að skoða og rannsaka náttúruna með það að augnamiði að sýna og deila þekkingunni, opna augu samferðafólks. Hann trúði því að ef honum tækist að opna augu nógu margra fyrir undrum og dásemdum tilverunnar eins og hún blasir við okkur, hverju og einu, á hverjum degi, myndi hugsanlega takast að telja nógu mörgum hug- hvarf til þess að almenn vitundarvakning gæti orðið í samfélaginu um þessi málefni. Honum tókst það ætlunarverk sitt. Þó að hann starfaði að bókagerð sinni í alltof skamman tíma og ætti miklu verki ólokið þegar hann féll frá, hafði þá átt sér stað gjörtæk vitundarvakning meðal almennings um nátt- úruverndarmál, og það var ekki síst hans verk og bókanna hans. En það lá reyndar einstaklega vel fyrir honum að búa til bækur og í bókagerðinni komu saman margar af þeim listum sem hann hafði náð tökum á – kannski ekki allar: og þó: sömu eiginleikar og gerðu hann að góðum kokki gáfu honum tilfinningu fyrir því hvernig góður texti bragðast; hið glögga auga hins vandvirka smiðs var að verki þegar hann bjó til hverja opnu þar sem allt var á réttum stað; þrautseigja, útsjónarsemi og úthald þess sem fer um og lifir í náttúrunni, hvort heldur á sjó eða á fjöllum, kom að góðu haldi þegar hann þurfti að ljúka stórvirkjum sínum. Í bókagerðinni komu saman margvíslegir eiginleikar þessa manns sem kunni svo vel að fylla líf sitt af athöfn þarfri eins og Jónas Hallgrímsson kallar það. Þegar Fuglabókin kom út var hann kominn hátt á fimmtugsaldur og hafði þá þegar komið víða við og lagt gjörva hönd á margt og ekki síst: hugsað margt og látið sig dreyma um margt. Ásamt Ingunni Jakobsdóttur konu sinni var hann frumkvöðull í því að prýða og fegra umhverfið í Flatey á Breiðafirði svo að nú er byggðin þar í þorpinu mikilvæg fyrirmynd öðrum landsmönnum um það hvernig hægt er að búa með reisn og fegurð í þessu landi. Hann hafði flakkað um Ameríku á yngri árum og hann hafði lært líffræði, köfun, ljósmyndun, teikningu, bæði þar og í Svíþjóð; hann hafði reynt fyrir sér með kvikmyndagerð, brallaði hitt og þetta með vini sínum, Jóni Gunnari myndlistarmanni, safnaði draugasögum um alla vestfirði, teiknaði myndir í Íslenska sjávarhætti Lúðvíks Kristjánssonar, skrifaði námsefni í náttúrufræði handa ungu fólki með þá nýstárlegu hugmynd að leiðarljósi að efnið skyldi gert áhugavert, enda var þessu efni fálega tekið. Með öðrum orðum: allt átti þetta eftir að nýtast honum vel; allt safnaðist saman í reynslusjóðinn og hann færðist hægt og rólega í áttina að því að búa til þessar bækur sem við þekkjum svo vel. *
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.