Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Qupperneq 36

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Qupperneq 36
G u ð m u n d u r A n d r i Th o r s s o n 36 TMM 2014 · 2 tíð: allt er samtengt í einni órofa keðju þar sem allt er í síkvikri harmoníu þegar allt er með felldu. Ekki síst mannleg þekking. Og hlutverk hans, sem höfundar, er að koma öllu heim og saman, hjálpa fólki að skynja gangverk náttúrunnar, harmoníu heimsins, verða læst á bók náttúrunnar og hverfa við það af braut sóunar sem mun öllu granda. Þessi nálgun – að láta merkinguna rísa af sviðum sem ekki var talið við hæfi að færu endilega saman – litfagrar ljósmyndir og vísindatextar, ljóð, þjóðsögur, etymólógískar hugrenningar, svipmyndir, dagbókarbrot, teikningar, skýringarmyndir, gamansögur, reiðilestur – þessi samþætting var frá fyrstu tíð umdeild og margir náttúruvísindamenn áttu erfitt með að skilja allt þetta ljóðastand á Guðmundi Páli og dálæti hans á alls konar hindurvitnum sem hann tengdi gjarnan við visku kynslóðanna og lét þá jafnvel ógert að taka fram í neðanmálgrein eða sviga að í raun og veru séu tröll ekki til. Strax í Fuglabókinni er þessi nýstárlega nálgun efnis úr ólíkum áttum, og þessi næma tilfinning fyrir séreðli og möguleikum bókarinnar. En þótt Guðmundur Páll hefði gaman af vangaveltum um ósannaða eða ósannanlega hluti – reyndi að bregða mildu ljósi á þá og skýra trúna fremur en að afsanna hana og leitaðist við að sýna hvernig þjóðtrú og önnur trú endurspeglaði mannlega þekkingu hverju sinni og væri til að koma á fram- færi ákveðnum sannleika sem ekki yrði öðruvísi miðlað en í slíkum sögum og ljóðum – þá var hann í rauninni alltaf jarðbundinn í skrifum sínum, þrátt fyrir allt flugið. Hann leitaði heildarinnar. Hann leitaði harmoníunnar. Hann vildi varðveita, hlúa að, rækta, virða og elska. Kannski var hann síðasti Fjölnismaðurinn. Kannski var hann fyrsti Endurreisnarmaðurinn. Hann hafði að leiðarljósi að rita það sem sannast væri vitað um efni hverju sinni, stutt rannsóknum og öðrum vísindalegum aðferðum, reyndi að gera greinarmun á slíkri þekkingu og svo hinni sem ekki verður sönnuð með þeim hætti, en honum fannst samt rétt að halda til haga. Í öllu sem Guð- mundur Páll gerði samtvinnaði hann ástina á fegurðinni og þránna eftir þekkingunni. * Hvernig rithöfundur var Guðmundur Páll? Í vorsölum í Flatey hafði hann stóra og góða smiðju þar sem áður hafði verið sláturhús – hann var rithöf- undur sem breytti sláturhúsi í smiðju – og þar var vandlega fyrirkomið öllum þeim áhöldum og amboðum sem til eru í veröldinni, og ekki til það amboð að Guðmundur Páll ætti það ekki. Og uppi hafði hann vinnustofuna sína þar sem er stórfengleg útsýn út á Breiðafjörðinn. Í hverju húsi þarna í kring er verið að dytta að og bauka hitt og þetta og allir geta koma í smiðjuna til hans Guðmundar og sótt sér eitthvað skrýtið amboð sem dugir í eitthvað mjög sérhæft og sérstakt verk. Og stundum setjast menn og kjafta, fá sér svolítinn gammel, segja sögu, kryfja lífsgátur, jamma, halda svo áfram.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.