Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Side 40

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Side 40
40 TMM 2014 · 2 Guðrún Inga Ragnarsdóttir Sjóntruflanir Ég man skýrt eftir þessum degi. Ég keyrði Brynju til augnlæknisins á dimmum janúarmorgni. við vorum bæði í nýjum dúnúlpum sem við höfðum fengið í jólagjöf. Áður en við lögðum af stað skóf ég héluna af bíl- rúðunum meðan Brynja sat í farþegasætinu með hettuna yfir hausnum og hendurnar milli læranna. Henni var kalt og hún var stressuð. Það var samt engin ástæða til þess að kvíða þessari minniháttar aðgerð, sem læknirinn hafði framkvæmt mörg hundruð sinnum áður án nokkurra vandkvæða. Það voru engar líkur á að eitthvað færi úrskeiðis og Brynja hlakkaði mikið til þess að losna við gleraugun. En auðvitað var ekki þægileg tilhugsun að láta krukka í augun á sér. við keyrðum til læknisins og settumst niður í biðstofunni. Brynja seildist í tímarit en í stað þess að lesa það braut hún uppá hornið á einni blaðsíðunni. Síðan þeirri næstu og svo koll af kolli. Ég tók tímaritið af henni, kreisti á henni höndina og sagði henni að slaka á. Þegar hjúkrunarkonan kallaði hana inná stofu óskaði ég henni góðs gengis og smellti á hana kossi. Aðgerðin tæki ekki nema hálftíma og ég ákvað að fá mér morgunkaffi í bakaríinu á neðri hæð þjónustumiðstöðvarinnar á meðan. Ég man að ég fékk mér latte og sérbakað vínarbrauð. Og ég man hvað afgreiðslustúlkan sem færði mér bakkelsið var ótrúlega sæt. Hún var svo falleg að ég skildi ekki hversvegna hún var að vinna í bakaríi. Hún gæti auðveldlega fengið meira spennandi vinnu bara út á útlitið. verið fyrirsæta, leikið í auglýsingum, nú eða bara unnið í tískubúð, það hlaut að minnsta kosti að vera skárra en að afgreiða kaffi og sætabrauð til morgunfúlla kúnna sem flestir voru á leið í eða úr apótekinu eða heilsugæslustöðinni og báru jafnvel kvilla sína utan á sér, miðað við fólkið sem sat við borðin í kringum mig þennan morgun. Ég daðraði örlítið við stelpuna þegar hún færði mér kaffið. Alveg ósjálfrátt. Svo stóð ég sjálfan mig að því að glápa á rassinn á henni þegar hún gekk aftur að afgreiðsluborðinu. En mér leið ekkert illa yfir því. Ekki vottur af sam- viskubiti, þótt kærastan mín lægi á efri hæð byggingarinnar og léti sneiða af sér hornhimnurnar á sömu stundu. Ekki vegna þess að ég væri einhver flagari, heldur var ég, eins klént og það hljómar, einfaldlega yfir mig ást-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.