Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Qupperneq 44

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Qupperneq 44
G u ð r ú n I n g a R a g n a r s d ó t t i r 44 TMM 2014 · 2 hennar, sófann og gólfið. Ég settist niður við hlið hennar og tók utanum hana. Sagði henni að slaka á en hún heyrði það tæpast fyrir öskrunum í sjálfri sér. „Þú hefur örugglega bara fengið vitlausan lyfjaskammt,“ sagði ég þegar við lágum í sófanum um kvöldið og horfðum á bíómynd. „Læknirinn hefur eitthvað misreiknað sig. Það er heldur ekki eðlilegt hvað þú svafst lengi eftir aðgerðina.“ „Ég ætla rétt að vona það,“ muldraði Brynja. „En þú getur ekki ímyndað þér hvað þetta var raunverulegt.“ Brynja svaf vel um nóttina. Ég svaf hinsvegar ekki eins vel. Ég var stöðugt að rumska og athuga hvort það væri ekki örugglega allt í lagi með Brynju, en hún svaf eins og ungbarn. Enda vaknaði hún einstaklega hress en ég var hinsvegar óvenjusyfjaður. „Ég svaf mjög vel,“ sagði hún meðan hún hellti uppá. „Engar martraðir. Mikið er ég fegin, ég kveið því að fara að sofa í gærkvöldi.“ „Það er nú gott,“ sagði ég og settist við eldhúsborðið. „Þú hefur örugglega rétt fyrir þér. Læknirinn hlýtur bara að hafa gefið mér vitlausa pillu, eða kannski of stóran skammt.“ „Jamm,“ sagði ég og geispaði. Brynja leit á mig. „Finnst þér að ég eigi að hringja í hann?“ „Hvern?“ „Lækninn.“ „Er það ekki óþarfi?“ „Jú, kannski. Ég fer í tékk hjá honum í næstu viku. Ég nefni þetta kannski við hann þá.“ „Jájá. Reyndu bara að hugsa ekki of mikið um þetta. Það lenda allir í því að fá einhverjar ofskynjanir einhverntímann á lífsleiðinni. Það er ekkert til að hafa áhyggjur af.“ „Nei, nei. Kannski ekki.“ Brynja rétti mér rjúkandi kaffibolla og brosti. „Ég sé ennþá skýrar en í gær. Þetta er alveg frábært. Hefði eiginlega átt að fara í þessa aðgerð miklu fyrr. veistu hvað það er þægilegt að geta bara vaknað og þurfa ekki að fálma eftir gleraugunum?“ „Það er nú gott,“ sagði ég og dreypti á kaffinu. Þreytan setti mark sitt á vinnudaginn. Ég hélt mér gangandi með kaffi en lá hálfdottandi fram á skrifborðið stuttu eftir hádegi, þegar síminn minn hringdi. „Sæl, elskan,“ svaraði ég, því ég hélt að þetta væri Brynja að hringja úr vinnusímanum. En það var Jóhanna, samstarfskona hennar. „Sæll, Sverrir. Jóhanna hérna.“ „Já, sæl. Afsakið, ég hélt þú værir Brynja.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.