Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Page 46

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Page 46
G u ð r ú n I n g a R a g n a r s d ó t t i r 46 TMM 2014 · 2 Ég efast að minnsta kosti um að þetta tengist lyfinu. Þetta var ósköp saklaus valíumtafla, ég veit ekki dæmi þess að hún valdi ofskynjunum.“ „Getur nokkuð verið að hún hafi óvart fengið einhverja aðra töflu? Eða stærri skammt en vanalega?“ „Nei, það er alveg útilokað. Hver sjúklingur fær bara eina töflu, þær eru kyrfilega merktar og geymdar í læstum lyfjaskáp. Það er ekki möguleiki á neinum ruglingi.“ „Jæja. Hún kemur víst í skoðun til þín í næstu viku. Geturðu kannski haft augun opin gagnvart einhverju óvenjulegu?“ „Jájá. Það gerum við alltaf. Er hún ekki annars bara sátt við sjónina? Ég sagði henni að hringja í mig daginn eftir ef hún yrði vör við óvenjumikinn augnþurrk eða óþægindi. Hún hefur ekki gert það, þannig að ég býst við að allt hafi gengið að óskum.“ „Jújú, sjónin er fín.“ „Það var nú gott. Jæja, ég verð að rjúka, það bíður sjúklingur. En ykkur er velkomið að hringja hvænær sem er ef það vakna einhverjar fleiri spurningar.“ Ég kvaddi lækninn, sagði vinnufélögunum að ég yrði að sækja Brynju því hún væri eitthvað slöpp, hljóp útí bíl og ók af stað í vinnuna hennar. Hún beið í anddyri byggingarinnar og settist inn í bílinn fýld á svip. „Hvernig hefurðu það?“ spurði ég. „Ég er bara drullufúl. Jóhanna hringir í þig og biður þig um að sækja mig, eins og ég sé einhver smákrakki eða gengin af göflunum. Af hverju ræddi hún ekki bara við mig? Ég hefði getað komið mér sjálf heim, fyrst hún vildi endilega losna við mig.“ „Svona, róleg. Hún bað mig ekkert um að sækja þig, ég bauðst til þess.“ „Æ, kommon, hún ætlaðist til þess. Þessvegna hringdi hún í þig.“ „Þetta var ekkert illa meint hjá henni, elskan. Þessar ofskynjanir eru ennþá í gangi, rétt eins og í gær. Þá er best að fara bara heim að hvíla sig.“ Brynja þagði. Hún þagði langleiðina heim og ég taldi réttast að spyrja hana ekki út í ofskynjanirnar fyrr en við höfðum komið okkur vel fyrir heima, helst eftir að hún var búin að leggja sig, borða vel og drekka nóg af vatni. En þegar ég beygði inn götuna okkar fór hún að snökta. „Svona, ástin mín. Þetta er allt í lagi.“ „Nei. Þetta er ekkert allt í lagi. veistu, ég afgreiddi viðskiptavin í dag. Talaði við hann heillengi, ráðlagði honum með lífeyrissjóð. Síðan kom Jóhanna og spurði hversvegna ég væri að tala við sjálfa mig, og ég hló bara að henni. Hélt að hún væri að grínast. Hann sat þarna við hliðina á henni, Friðrik hét hann, alveg jafn ljóslifandi og hún. Ég sagði henni að gefa mér augnablik, ég þyrfti að sinna þessum kúnna. Þá fór hún, eflaust eitthvað að slúðra á kaffistofunni um það hversu klikkuð ég væri, áður en hún hringdi í þig.“ Ég lagði bílnum fyrir framan blokkina okkar, sneri mér að Brynju og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.