Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Side 48

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Side 48
G u ð r ú n I n g a R a g n a r s d ó t t i r 48 TMM 2014 · 2 í svona aðgerð. Skýrar en flestir almennt. Ég gat lesið neðstu línuna eins og ekkert væri.“ „Það er frábært.“ „Alveg stórkostlegt,“ sagði Brynja með kaldhæðnistón. Hún leit út um gluggann og þagði. „Þú varst heillengi inni hjá honum, eitthvað hljótið þið að hafa rætt meira.“ Brynja rak upp óp og kipptist við í sætinu. „Þvílíkur glanni!“ „Ha?“ „Náðirðu númerinu?“ „Eh … það var enginn bíll.“ Brynja andvarpaði. Ég yrði að gæta þess að hún settist ekki undir stýri á næstunni. „Hvað sagði augnlæknirinn?“ endurtók ég. „Hann var aðallega í því að svara spurningum.“ „Hvaða spurningum?“ „Ég spurði hann hvernig í ósköpunum stæði á því að ég, sem hef aldrei upplifað neitt yfirnáttúrulegt áður, væri allt í einu orðin skyggn, akkúrat frá sama degi og ég fór í þessa aðgerð. Að það gæti ekki verið tilviljun.“ „Hverju svaraði hann?“ „Hann sagði að það væri tilviljun. Síðan spurði ég allskonar spurninga, út í tækin og hvaðan þau komu. Það var greinilegt að hann var orðinn dálítið þreyttur á þessu spurningaflóði. En mér fannst eitt dálítið merkilegt, hann er með glænýtt lasertæki, ég var fyrsta manneskjan sem lagðist undir það.“ „Nú, já.“ „Eitthvað nýjasta nýtt frá Svíþjóð. Hann gaf mér linkinn á heimasíðu fyrirtækisins sem framleiðir það. Eða … ég bað hann auðvitað um linkinn.“ „Ókei. Og hvað ætlarðu að gera við þær upplýsingar?“ „Ég veit það ekki!“ hvæsti Brynja svo hvellt að mér dauðbrá. Ég heyrði hana gnísta tönnum. Hún þagði augnablik. „Síðan vísaði hann mér til geðlæknis,“ sagði hún og kreisti pappírssnifsið sem hún hélt á. Brynja settist beint fyrir framan tölvuna þegar heim var komið. Hún las allt sem hún gat um þetta sænska fyrirtæki sem framleiddi tækin, sögu þess, fólkið sem kom því á fót, hvar það var staðsett og svo framvegis. Ég skildi ekki hvers vegna hún var að eyða tíma í þetta, en hafði mig ekki í að spyrja hana út í það. Ég horfði annars hugar á sjónvarpið allt kvöldið, á meðan Brynja sat stóreyg fyrir framan tölvuskjáinn. „Mundu að blikka augunum. Það er mikilvægt eftir svona aðgerð,“ sagði ég, en uppskar ekkert nema illt augnaráð.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.