Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Síða 51

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Síða 51
S j ó n t r u f l a n i r TMM 2014 · 2 51 þetta kvöld varð ég meðvitaðari um það hversu alvarlegt ástandið var orðið. Brynja leit stórkostlega vel út og var skemmtileg og skrafhreifin eins og venjulega, en hún átti það til að spjalla út í loftið. Þá hnippti ég í hana og hún snarþagnaði. Og þegar kunningi minn úr fjármáladeildinni heilsaði henni að fyrra bragði svaraði hún honum ekki. Hann var reyndar kominn vel yfir miðjan aldur, í brúnum tweedjakka með flösu á öxlunum, þannig að kannski var það skiljanlegt. En þegar ég tók í höndina á honum áttaði hún sig, brosti fallega til hans og kynnti sig. Þetta var þreytandi fyrir okkur bæði, þannig að við fórum snemma heim. Þegar heim var komið höfðum við samfarir í fyrsta sinn eftir aðgerðina. við höfðum reynt nokkrum sinnum en þegar Brynja þurfti stanslaust að öskra á mennina sem birtust fyrir sjónum hennar og reka þá út úr svefn- herberginu, þá var erfitt að einbeita sér. Það var turnoff, svo ekki sé meira sagt. Þetta kvöld fullyrti hún að nú værum við loksins bara tvö. En hún gat ekki logið að mér. Hún fór að dæmi konunnar frá Liverpool, ætlaði að loka augunum og reyna að venjast nálægð karlanna. Þeir höfðu alltaf verið þarna hvort sem er, hún hefði bara ekki séð þá áður. En það varð henni ofviða, í miðjum klíðum öskraði hún upp yfir sig og brast í grát. „Oj, bara, nú eru þeir miklu fleiri! Helvítis klámsjúklingar!“ Brynju líkaði ágætlega við geðlækninn til að byrja með, og þótt ég vissi ekki nákvæmlega hvað þeim færi á milli sagðist hún vera búin að fara í ótal próf og ekkert þeirra benti til þess að hún ætti við alvarlega geðveilu að stríða. Læknirinn átti erfitt með að greina hvað amaði að henni. Brynja hélt því auðvitað fram að hún væri orðin skyggn eftir laseraðgerð á augum en læknirinn átti skiljanlega erfitt með að trúa því. Hann vildi setja hana á lyf gegn ofskynjunum og róandi töflur við svefnleysinu. Brynja þvertók fyrir það, en ég hvatti hana til þess að prófa. Það sakaði ekki að prófa. Lyfin gerðu lítið gagn. Svefnlyfin hjálpuðu örlítið, en sýnirnar jukust bara ef eitthvað var. Brynja gerði tilraun til þess að fara aftur að vinna, en átti allt of erfitt með að gera greinarmun á dánu fólki og lifandi. Það kom ósjaldan fyrir að hún eyddi dýrmætum tíma í að sinna kúnnum með úreltar kennitölur. Svo ekki sé talað um hversu illa það leit út, að hún sæti svona og blaðraði út í loftið. Hún var send heim og sagt að halda sig í veikindafríinu. Ég gerði mitt besta til þess að fara með henni út, það hlaut að vera gott fyrir hana að skipta aðeins um umhverfi, en það var meira að segja erfitt að ganga niður Laugaveginn. Hún var sífellt að stíga til hliðar og víkja fyrir einhverju ósýnilegu fólki. Einusinni fórum við á hálftómt kaffihús en Brynja fullyrti að það væru engin sæti laus. Þetta varð alltaf erfiðara og erfiðara. Ég vissi ekki hvað ég átti til bragðs að taka. „Ég er búin að kaupa mér miða til Svíþjóðar,“ sagði Brynja enn daginn þegar ég kom heim úr vinnunni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.