Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Side 54

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Side 54
G u ð r ú n I n g a R a g n a r s d ó t t i r 54 TMM 2014 · 2 gæti átt von á þónokkurri bið, allt upp í rúman klukkutíma. Henni þótti það ekkert tiltökumál, settist niður og fletti tímaritum í rólegheitunum, þar til Guðmundur kom fram í fylgd sjúklings sem var nýkominn úr aðgerð. Þá spratt Brynja uppúr stólnum og reif einnota sólgleraugun af sjúklingnum. „Sérðu þennan,“ hrópaði hún og benti á auðan stól í biðstofunni. „Þennan með hattinn, þennan sem er að fletta Mogganum.“ Sjúklingurinn, örlítið ringlaður eftir kæruleysispilluna, vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Brynja leit í nýskorin augun á honum: „Nei, þú sérð hann ekki, er það? Þú ert bara í góðum fíling, ánægður að vera laus við gleraugun, ha? Ég er búin að hafa samband við fullt af fólki sem hefur farið í laseraðgerð en ég er sú eina sem varð fokking skyggn!“ Hún sneri sér að augnlækninum: „Hvað eigum við að kalla þetta? Aukaverkun? Þú getur bætt því við í bæklinginn þinn, þú þarna helvítis skottulæknir!“ Guðmundur kallaði í hjúkrunarkonuna og saman reyndu þau, án árangurs, að róa Brynju. Hún sló Guðmund og æpti: „Gerðu mig nærsýna aftur!“ Hún greip penna sem stóð á afgreiðsluborðinu og beindi honum að öðru auganu á sér: „Gerðu mig nærsýna aftur! Annars sting ég úr mér augun!“ Eftir nokkurra vikna dvöl á geðdeildinni, með tilheyrandi viðtölum, rann- sóknum og tilraunum með lyfjagjafir, fékk Brynja loks að fara heim. Ég tók mér frí í vinnunni til þess að sinna henni. En það gekk ekki. Ég gat það ekki einn. Ekki heldur með góðri aðstoð fjölskyldna okkar beggja. Brynja þoldi ekki þá vorkunn sem hún fékk frá fólki, hún þoldi ekki að vera talin geðsjúk og sótti því í annan félagsskap. Ég gerði mitt besta til þess að halda henni okkar megin en smátt og smátt dróst hún lengra inn í heim hinna framliðnu. Fyrir henni voru þeir jafn raunverulegir og aðrir. En þeir skildu hana. Tíu ár eru liðin. Ég er hamingjusamur maður. Ég á yndislega eiginkonu, tvö frábær börn og hið þriðja er á leiðinni. Konan mín valdi nöfnin á börnin okkar. Því er komið að mér að velja nafn á ófæddu stúlkuna okkar. Mig langar að nefna hana Brynju, en ég veit að konan mín tæki það ekki í mál. Ég ætla því að nefna hana í höfuðið á móður minni, en hún fær seinna nafnið Björk, eins og Brynja. Ég segi konunni minni bara að mér finnist það fallegt nafn. vísindin mæla öll gegn því að það séu nokkur tengsl á milli laseraðgerðar Brynju og skyggnigáfunnar, sem smám saman þróaðist út í alvarlega geðsýki. En ég upplifði þetta með henni. Ég veit hversu skýr Brynja var í kollinum allt þar til að hún fór í þessa aðgerð, og ég veit hversu snögglega allt breyttist eftir hana. Þó að þetta sé eina dæmið í veröldinni, þá veit ég. Ég veit, þótt enginn annar trúi því og ég held áfram að heimsækja Brynju á Kleppspítalann einusinni í mánuði, þó að konunni minni sé það þvert um geð. Því Brynja gat ekkert að þessu gert. Hún var óheppin. Sennilega ein óheppnasta kona í heimi. Á vitlausum stað á vitlausum tíma. Þegar konan
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.