Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Síða 57

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Síða 57
K y n l e g a r s ö g u r TMM 2014 · 2 57 áratug mun ég einbeita mér að frásagnarbókmenntum, skáldsögum, sjálfs- ævisögum og skáldævisögum.1 En þótt við lítum til annarra bókmenntagreina blasir það sama við. Í flokki fræðirita fengum við Ástarsögu Íslendinga að fornu eftir Gunnar Karlsson og Fjöruverðlaunabók Guðnýjar Hallgrímsdóttur, Söguna af Guð- ríði Ketilsdóttur, sem segir sögu íslenskrar alþýðukonu í karlasamfélagi 18. og 19. aldar. Meðal eftirtektarverðra ljóðabóka ársins er Heimsendir fylgir þér alla ævi eftir Evu Rún Snorradóttur þar sem eru sláandi myndir úr uppvexti stúlku úr íslensku úthverfi þar sem kyngervi og kynhlutverk eru uppspretta angistar og margvíslegs vanda. Fyrir flóðið Undanfarin ár hafa ýmsir lýst yfir áhyggjum af stöðu þýðinga á íslenskum bókamarkaði. Þýðingum á klassískum verkum hefur farið fækkandi og erlendar samtímabókmenntir rata ekki til okkar í sama mæli og fyrir nokkrum árum ef frá er talinn stríður straumur glæpasagna. Síðasta ár var á hinn bóginn gjöfult á þessu sviði. Eins og oft þegar Bókmenntahátíð er haldin í Reykjavík komu út á haustdögum nokkur eftirtektarverð verk eftir erlenda gesti hennar. Hér má nefna Árið sem tvær sekúndur bættust við tímann eftir bresku skáldkonuna Rachel Joyce sem dæmi en hana þýddi Ingunn Snædal. Stórtíðindi ársins hljóta þó að vera Ó-sögur um djöfulskap eftir færeyska höfundinn Carl Jóhan Jensen í þýðingu Ingunnar Ásdísardóttur. Þetta er eitt magnaðasta skáldverk norrænna bókmennta síðustu árin, múrsteinn í skáldsöguformi, stíllinn fjölbreyttur, stundum kynngimagnaður, stundum þurr og kallast á margvíslegan hátt á við heimsbókmenntir og fræði. Klassískar þýðingar litu einnig dagsins ljós á árinu, Rannsóknir Her- ódótusar í þýðingu Stefáns Steinssonar fylla upp í eyðu í safni forngrískra bókmennta á íslensku og loksins kom út á síðasta ári þýðing á einu af höfuð- verkum 20. aldarinnar, Sem ég lá fyrir dauðanum eftir William Faulkner, verk sem hefur bergmálað með margvíslegum hætti í íslenskum bók- menntum undanfarna áratugi eins og þýðandinn, Rúnar Helgi vignisson, rekur í ágætum eftirmála. útgáfa utan meginstraums stóru forlaganna og jólabókaflóðsins stóð með nokkrum blóma á síðasta ári og það má sjá þar merki þess að aukinn metn- aður sé hlaupinn í bókagerð í sjálfsútgáfu. Rafbókavæðing gefur vissulega fleirum tækifæri til að gefa út bækur með litlum tilkostnaði og án aðkomu annarra. En margt í sjálfsútgáfu síðasta árs beinist í aðra átt. Bækur sem Tunglið forlag hefur gefið út í 69 eintökum á fullu tungli eru dæmi um þetta. Þar koma saman höfundar sem eru að stíga sín fyrstu skref í útgáfu eins og Sverrir Norland, Björk Þorgrímsdóttir og Margrét Bjarnadóttir og reyndir höfundar eins og Pétur Gunnarsson og Kristín Ómarsdóttir. útgáfan er
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.