Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Page 58

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Page 58
J ó n Yn g v i J ó h a n n s s o n 58 TMM 2014 · 2 vönduð, enda er einn fremsti bókahönnuður landsins, Ragnar Helgi Ólafs- son, aðalsprautan í fyrirtækinu. En útgáfa Tunglbókanna er líka viðburður; þær eru aðeins seldar á útgáfuhátíðum sem draga að fjölda lesenda. Kristín Ómarsdóttir tók einnig þátt í öðru nýstárlegu útgáfuverkefni, undir merkjum 1005. 1005 er merkileg tilraun sem bræðurnir Hermann og Jón Hallur Stefánssynir standa að ásamt fleirum. verkin eru gefin út í lausblaðamöppum, fallega hönnuðum og prentuðum í takmörkuðu upp- lagi. Þessar bækur eiga það sameiginlegt með mörgum af vönduðustu fræðibókum síðasta árs að vera ekki bara áhugaverðar sem textar heldur líka sem bókverk. útgáfa af þessu tagi er án efa það sem koma skal. Eitt af viðbrögðunum við rafbókavæðingu og þeirri ógn sem mörgum finnst stafa af henni er einmitt að leggja meiri áherslu á bókina sem hlut, sem prentgrip sem hægt er að vinna með á fjölbreyttan hátt. Ef litið er yfir bókaárið í heild má segja að gróskan hafi ekki verið mest í hefðbundnum skáldverkum fyrir fullorðna. Barnabókaútgáfa var með líflegasta móti þar sem Tímakistan eftir Andra Snæ Magnason fór fremst í flokki vandaðra og áhugaverðra bóka fyrir börn á öllum aldri og útgáfa vandaðra fræðibóka af margvíslegu tagi stóð með miklum blóma. Gróskuna í fræðiritaútgáfu má meðal annars sjá af þeim bókum sem voru tilnefndar til verðlauna á árinu. Ef saman eru teknar tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, viðurkenningar Hagþenkis og Fjöru verð laun- anna verður til 13 bóka listi og vantar þó á hann ýmis meiri háttar verk sem komu út á síðasta ári. Mér er til efs að hægt væri að búa til jafn glæsi- legan lista fagurbókmenntamegin að þessu sinni. Vatnið hans Guðmundar Páls Ólafssonar, Íslenska teiknibókin sem færði Guðbjörgu Kristjánsdóttur Íslensku bókmenntaverðlaunin og bók Hjörleifs Stefánssonar um íslenska torfbæjahefð, Af jörðu, sem fékk viðurkenningu Hagþenkis, eru dæmi um stórvirki síðasta árs. Sigrún Pálsdóttir sagnfræðingur er líka á merkilegri braut því að í nýjustu bók sinni, Sigrún og Friðgeir – ferðasaga, tekur hún stórt skref í átt að skáldskapnum; þótt öll heimildavinna sé fullkomlega traust beitir hún sviðsetningum og öðrum meðulum skáldskaparins af meiri þrótti en algengast er að sjá í íslenskum sagnaritum.2 Einvers staðar á þessum mörkum fræða og skáldskapar standa sjálfs- ævisögur og það sem Guðbergur Bergsson kallaði fyrstur manna skáld- ævisögur fyrir nokkrum árum og virðist hafa fest í sessi í íslensku máli með þeirri einkennilegu aukaverkun að við flokkum bókmenntagreinar á nokkuð annan hátt en þeir sem tala önnur tungumál. Sjálfsævisögur voru býsna margar og margvíslegar á síðasta ári og ekki allar skáldlegar. Karlar í stjórnmálum létu töluvert til sín taka, Steingrímur J. Sigfússon með nokkuð hefðbundinni viðtalsbók þar sem hann setur fram sína sýn á atburði undanfarinna ára, Össur Skarphéðinsson skrifar sína bók sjálfur í þeim kjarnyrta Þjóðviljastíl sem hann hefur tamið sér og verður óvenjulegri og fjarlægari hversdagslegu tungutaki annarra stjórnmála-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.