Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Side 59

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Side 59
K y n l e g a r s ö g u r TMM 2014 · 2 59 manna með hverju árinu sem líður. Ég verð að viðurkenna að þessar bækur kveikja lítið í mér sem lesanda þótt þær geti verið þarfar sem fóður í pólitíska umræðu og karp. Öðru máli gegnir um bók Jónínu Leósdóttur, Við Jóhanna. Sú bók er, af mörgum ástæðum, svo gerólík öllum sögum sem hafa verið sagðar áður af einkalífi íslenskra stjórnmálamanna. Saga Jónínu og Jóhönnu er líka óvenjuleg sem saga af tveimur samkynhneigðum konum og leið þeirra úr felum. Þegar þær kynnast eru þær báðar giftar og virðast ekki gera sér neina grein fyrir kynhneigð sinni fyrr en þær verða ástfangnar hvor af annarri. Aðdragandinn er enginn og tilfinningarnar koma að minnsta kosti Jónínu, sem segir söguna, algerlega á óvart. Hún þarf þess vegna ekki bara að glíma við fordóma annarra heldur einnig sína eigin. Við Jóhanna er fyrst og fremst ástarsaga og þótt hún sé líka merkileg heimild um hugarfar og fordóma í íslensku samfélagi síðustu þrjá áratugi, og að minnsta kosti að einhverju leyti saga stjórnmálamannsins Jóhönnu Sigurðardóttur, þá stendur ástarsagan upp úr. Sagan endar vel eins og öllum ætti að vera ljóst, en leið þeirra Jónínu og Jóhönnu frá því að vera í laumulegu sambandi sem fáir vissu um til þess að vera hjón fyrir augliti heimsins var allt annað en auðveld og Jónína lýsir bæði gleðinni og sársaukanum sem það hefur valdið á einlægan hátt. Bók Jónínu er vel skrifuð, á köflum beinlínis spennandi, en líka hispurslaus, jafnt þegar lýst er gleði og sorgum, sigrum og eftirsjá. Efnið í sögu þeirra Jónínu og Jóhönnu er óvenjulegt í sjálfu sér en önnur endurminningabók nýliðins árs sem vakti nokkra athygli er eftir annarri uppskrift. Alla mína stelpuspilatíð eftir Sigríði Kristínu Þorgrímsdóttur er ævisaga „venjulegrar konu“ sem er að nálgast sextugt þegar hún sest við skriftir. Hún er hvorki fræg né alræmd og hefur ekki lifað neina stóratburði umfram flesta jafnaldra sína. Samt er líf hennar í frásögur færandi. Bók Sigríðar er samsett úr nokkrum þáttum. Minningar úr æsku þar sem foreldrar hennar leika eðlilega stórt hlutverk ásamt afa sem glímir við geðræn veikindi eru einn þáttur sögunnar og sá sem kannski vekur mesta forvitni lesandans fyrirfram. Jakobína Sigurðardóttir, móðir Sigríðar, var einn merkasti rithöfundur síðustu aldar og verk hennar njóta nokkurrar athygli nú um stundir. Saga Sigríðar sjálfrar er annar þáttur sögunnar og ekki síður forvitnilegur, bæði sem spegill á þá tíma sem hún hefur lifað og sem heiðarleg og opinská saga einstaklings. Það er einna helst þriðji þátturinn sem orkar tvímælis, þar sem sögukona setur á langar ræður um samfélagsmál, stjórnmál og kynjajafnrétti. Þar er fátt nýtt og þeir kaflar standa frásagnarköflunum nokkuð að baki. Þær sögur sem hér hafa verið nefndar eru ekki skáldævisögur, þótt önnur þeirra kvenna sem þar halda á penna sé sannarlega góður skáldsagnahöf- undur. Öðru máli gegnir um sögu vigdísar Grímsdóttur þar sem vissulega er sögð saga skálds, en þar er fátt eins og það sýnist.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.