Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Side 69

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Side 69
K y n l e g a r s ö g u r TMM 2014 · 2 69 er vandasöm jafnvægislist að hætta sér á þessi djúp en það er list sem Jón Kalman hefur náð fullkomnum tökum á. Fiskarnir hafa enga fætur endar á afhjúpun. Sú afhjúpun kemur lesand- anum kannski ekki sérstaklega mikið á óvart en fyrir sögumann og aðal- persónu bókarinnar er hún sannkallað áfall. Áfallið er ekki bara persónulegt, það snertir heimsmynd Ara og sögumanns sem karlmanna af ákveðinni kynslóð, manna sem hafa farið blindir í gegnum lífið án þess að sjá ofbeldi og kúgun sem konur allt í kringum þá verða fyrir. Lokasnúningur sögunnar breytir henni allri. Lesandinn hefur fylgt Ara og sögumanni í gegnum sögu sem virðist vera þeirra saga, ósigrar þeirra virðast vera persónulegir og blinda þeirra á þjáningar annarra sjálfsögð. Allt þetta er tekið frá þeim í lokin. Þögn þeirra, skilnings- og aðgerðaleysi gerir þá sam- seka, þeir eru vitni sem sjá hvorki né skilja alvarleika þess ofbeldis sem þeir verða vitni að. Þessi lokakafli sögunnar er sláandi, vegna afhjúpunarinnar en ekkert síður vegna þeirrar skýru afstöðu sem söguhöfundur tekur og kemur vönum lesendum Jóns Kalmans í opna skjöldu. Það er við hæfi að enda á þessari skáldsögu Jóns Kalmans í yfirferð um hið kynlega bókmenntaár 2013. Þar heldur á penna þroskaður höfundur sem hefur á undanförnum árum fullkomnað tök sín á formi og stíl í glímu við þá þætti mannlífsins sem freistandi er að kalla tímalausa, ástina, lífið og dauðann. Nú hefur hann á hinn bóginn snúið sér að samtímanum af endur- nýjuðum þrótti og ræðst beint að vandamálum hans og þeirri sögu sem hann segir af hlutskipti kynjanna er að sögn ekki lokið heldur eigum við von á framhaldi; við lifum áfram á kynlegum tímum. Tilvísanir 1 Margt í þessari grein er byggt á ritdómum undirritaðs um einstakar bækur sem birtust í Frétta- blaðinu árið 2013. 2 Á þessu eru vissulega undantekningar, meðal annars í verkum Guðjóns Friðrikssonar og sagn- fræðiritum Þórunnar valdimarsdóttur. 3 Um Beck-Nielsen má fræðast á heimasíðu hans: http://www.dasbeckwerk.com. 4 Poul Behrendt: Dobbeltkontrakten. En æstetisk nydannelse. Gyldendal 2006. 5 Þórdís Edda Jóhannesdóttir: „Eins og gult og svart“. http://www.spassian.is/greinar/2013/11/ eins-og-gult-og-svart/ . Ummæli Soffíu Auðar féllu í Kiljunni 30.10.2013. 6 Sjá t.d. Jørgen Lorentzen og Claes Ekenstam (ritstj.): Män i Norden. Manlighet och modernitet 1840–1940. Gidlunds Förlag 2006. 7 Sjá: Jón Yngvi Jóhannsson: „Að loknu gullæði. Um þrjár íslenskar karlasögur.“ Skírnir 171. ár (vor 1997), 214–36. 8 Hugtakið er ættað frá Eve Kosofsky Sedgwick. Sjá bók hennar: Between Men: English Literature and Male Homosocial Desire. Columbia University Press 1992.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.