Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Side 80

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Side 80
80 TMM 2014 · 2 Arthur Björgvin Bollason „Þar eru tröll og syngja söng“ Hugleiðing um íslenska hálendið og ferðamenn Í frægri grein sem dr. Sigurður Þórarinsson skrifaði fyrir hartnær hálfri öld um „Fossa á Íslandi“ lýsir hann viðhorfi sínu til þessa mikla náttúruafls með eftirfarandi orðum: Því er nú mjög á lofti haldið, og vissulega með veigamiklum rökum, að í fossum landsins búi nokkur af framtíð þjóðar okkar, er byggist á þeim verðmætum sem mæld eru í kílóvattstundum. En þar við liggur einnig brot af framtíðarhamingju þjóðarinnar, að hún gleymi ekki að í fossum landsins búi einnig verðmæti sem ekki verða metin til fjár, en mælast í unaðsstundum. Þegar við lesum þessi orð dr. Sigurðar Þórarinssonar vaknar sú spurning, hver þau verðmæti séu sem hann er að tala um. Þessi verðmæti, segir hann, verða ekki metin til fjár, heldur mælast þau í unaðsstundum. Sú hugsun sem Sigurður opinberar í þeim skrifuðum orðum felst í því að til séu verðmæti sem séu annars eðlis en þau sem felast í verðbréfum, verðmæti sem eru jafn- vel allsendis óskyld krónum og aurum, vöxtum eða vaxtavöxtum; verðmæti sem skila okkur annars konar hagnaði en hlutabréf á markaði. Þarna er höfundur bersýnilega að skírskota til annarra þarfa en þeirra sem tengjast efnislegri tilvist okkar, – þarfa sem varða sálina, tilfinningarnar, „andann“ eða hvað við viljum kalla þann þátt mannskepnunnar sem hér á í hlut. Sigurður er að tala um það hjartansmál sem Þorsteinn Erlingsson skáld gerði að yrkisefni í kvæðinu sínu um fossana á æskuslóðum í Fljótshlíðinni: Þó þeir ættu aungva sál eða skiftu hljómi sungu þeir heilagt hjartansmál hver með sínum rómi. Og síðar í kvæði sínu „Fossanið“ bætir skáldið við: Hljóðin snjöllu úr hamraþröng heiðra ég öllu meira þar eru tröll og syngja söng svo að fjöllin heyra.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.