Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Síða 81

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Síða 81
„ Þa r e r u t r ö l l o g s y n g j a s ö n g“ TMM 2014 · 2 81 Hér gerir Þorsteinn Erlingsson það sem skáldum hefur löngum verið tamt: hann holdgerir náttúruna og gefur henni mál. Fossniðurinn er söngur tröll- anna sem þau syngja fyrir fjöllin. Í kvæðinu sem Þorsteinn yrkir í Dan- mörku kemur líka fram að það sé ekki á færi annarra en Íslendinga að skilja óðinn sem fossarnir flytja: Hárra fjalla frægðaróð fossarnir mínir sungu; það hefur enginn þeirra ljóð þýtt á danska túngu. Í ljóði Þorsteins Erlingssonar, Fossaniður, lætur skáldið hugann hvarfla til þess tíma þegar það óx úr grasi og heyrði tröllin syngja í fossunum fyrir ofan bæina í Fljótshlíðinni. Fossniðurinn, tröllasöngurinn, verður skáldinu kveikja að ljóði sem í raun fjallar um heimþrá, söknuð eftir landinu og sælli sumartíð, þegar fossarnir sungu „sama létta braginn … upp um alla hlíð / endilangan daginn“. Og úr því minnst er á hughrifin sem fossarnir hafa vakið þá má nefna það sem Sigurður Nordal skrifaði forðum daga um þann sem er þeirra voldugastur. Í ritgerð frá þriðja áratug 20stu aldar lýsir Sigurður Dettifossi með eftirfarandi orðum: Reynið þér að hugsa yður Dettifoss, sem ekki hafið séð hann. Jökulsá á Fjöllum, eitt af agalegustu fljótum þessa lands, vaðlaus milli fjalls og fjöru, fellur þar ofan í endann á 170 feta djúpri gjá. Ferðamaðurinn kemur á vesturbakkann, sér ána hverfa ofan í gljúfurkverkina og breiðast fram af austurbrúninni. En fossinn streymir ekki í jafnri sífellu, hann dettur. Straumþungi árinnar er svo ógurlegur, bjargið svo þverhnípt, að vatnið þeytist fram af brúninni í óskaplegum flekum, sem springa og sundrast í fall- inu, leysast sundur í vatnsstjörnur, sem þjóta í allar áttir og draga eftir sér úðahala. Nafnið Dettifoss er valið með glöggri athugun. Nýir og nýir flekar detta hver ofan á annan, hverfa ofan í mökkinn í gljúfrinu. Fossinn fellur endalaust og breytir þó mynd á hverju andartaki. Hann seiðir augað til sín – allt í einu finnst áhorfandanum bakkinn þjóta með hann út í geiminn með ógnarhraða og grípur ósjálfrátt hendinni eftir einhverju að halda sér í. Og hugann sundlar eins og augað. Þessi vitlausi, til- gangslausi tryllingur plægir sálina. Menn standa eins og frammi fyrir dómstóli, þar sem hið dýpsta í þeim er knúið fram. vitið skilur ekki. viljinn bognar. Lokaorðin í þessari lýsingu Sigurðar Nordals á áhrifum fossins eru býsna athyglisverð. Hér má beinlínis skilja orð fræðimannsins sem svo að hann sé að vísa til trúarlegrar reynslu: menn standa eins og frammi fyrir dóm- stóli, þar sem hið dýpsta í þeim er knúið fram. Fossinn vekur í brjósti þess sem á hann horfir djúpa kennd, snertir einhvern kjarna, einhverja kviku sem leynist innst og dýpst í hverjum og einum. Seiðandi og tryllingslegur flaumurinn, þetta ógnvekjandi hamsleysi náttúrunnar, er ofvaxið mann- legum skilningi. „vitið skilur ekki“. Hughrifin eru handan allra marka mannlegrar skynsemi, þau eru á öðru sviði. Yfirþyrmandi máttur vatns- ins, kraftur þessarar voldugu höfuðskepnu smýgur inn í sálina, flekarnir sem þeytast fram af klettabrúninni og springa og sundrast í fallinu, koma
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.