Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Síða 82

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Síða 82
A r t h u r B j ö r g v i n B o l l a s o n 82 TMM 2014 · 2 róti á tilfinningar þess sem verður vitni að þessu vitlausa og tilgangslausa sjónarspili. Og það er einmitt lóðið: þessi tryllingur er með öllu vit- og til- gangslaus. Mikilfengleiki þessa stórbrotna náttúruundurs höfðar ekki til vitsmuna, heldur tilfinninga. Þýski heimspekingurinn Immanúel Kant gerði á sínum tíma greinarmun á tvenns konar fegurð: annars vegar talaði hann um „náttúrufegurð“ og hins vegar um „listræna fegurð“. Annars vegar er sú fegurð sem hrífur okkur „beint“, án þess að skilningur eða skynsemi komi þar nærri. Hins vegar er sú fegurð, sem við „skiljum“ og skýrgreinum með hjálp vitsmunanna. „Nátt- úrufegurð,“ sagði Kant, „er fagur hlutur. Listræn fegurð er aftur á móti fögur hug-mynd af einhverjum hlut“. Og þegar við hrífumst af fögrum hlutum í náttúrunni, sagði Kant, þá er slík hrifning laus við allan ásetning, óháð öllum hagsmunum, hverju nafni sem þeir nefnast. Og þessi mannlegi hæfileiki, að geta hrifist af náttúrunni og notið þeirrar fegurðar sem hún býr yfir, gerir okkur í stakk búin að laðast að fyrirbærunum, elska þau „eins og þau eru“, án þess að hafa neinn framandlegan tilgang í huga eða vilja „hagnast“ á þeim með nokkrum hætti. Og þar með hefur þessi umræddi hæfileiki jafnframt fengið aðra og merka vídd. Þar með hefur hann nefnilega tengst siðferðinu og siðferðisvitundinni: í þeim efnum varðar mestu að við umgöngumst hvert annað með þá hugsýn að leiðarljósi, að hver og einn einstaklingur er tilgangur í sjálfum sér; okkur leyfist m.ö.o. aldrei að nota hvort annað sem tæki í framandlegum tilgangi, eða með það fyrir augum að „hagnast“ á því. Þetta er mikilvægur kjarni í allri siðfræði Kants og þessi siðfræði gegnir stóru hlutverki í stjórnarskrám allra vestrænna ríkja. Til að einfalda þetta tal um samband fegurðar og siðlegrar breytni má kannski segja að kjarninn í þessu öllu sé sá að fögur náttúra geri okkur, hvert og eitt, að betri manni. Náttúrufegurð hafi – m.ö.o. – mannbætandi áhrif á þann sem hennar nýtur. Og þá eru enn ótalin þau áhrif sem fögur náttúra hefur á ímyndunaraflið og margir hugsuðir – þeirra á meðal Kant – hafa gert sér mat úr. Þessum áhrifum hefur meistari Þórbergur lýst á snjallan hátt í bók sinni Steinarnir tala, þar sem hann fjallar um æskuárin í Suðursveit. Þar víkur hann einmitt, með svolítið öðrum hætti en Kant, að þeim mun sem hann telur vera á náttúrulegum og manngerðum hlutum. „Af öllum „dauðum hlutum““ segir Þórbergur, „fannst mér steinarnir vera mest lifandi. Það var af því að þeir voru náttúrulegastir og mundu lengst aftur. Það hafði enginn umskapað þá og neytt þá til að vera öðru vísi en náttúran hafði gert þá. En hinir „dauðu hlutirnir“ voru afmyndaðir af mönnum og ónáttúrlegir, og mér fannst þeir hafa glatað miklu af sálu sinni, með því að vera gerðir svona… Og sá texti er að líkindum vandfundinn á íslenskri bók, þar sem því er lýst af öðrum eins næmleika, hvílík áhrif einn steinn getur haft á mannlegt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.