Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Page 89

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Page 89
TMM 2014 · 2 89 Reynir Axelsson Richard Wagner og gyðingar Á síðasta herrans ári 2013 voru 200 ár liðin síðan tónskáldið Richard Wagner fæddist. Öll helztu blöð og tímarit um víða veröld kepptust við að birta greinar í tilefni afmælisins. Eitt af því fyrsta sem sagt er í flestum þeirra er að Wagner sé umdeildur. Það er svo sem ekkert nýtt. Lengi hefur það þótt brot á góðum mannasiðum að skrifa um Wagner án þess að taka þetta skýrt fram. Hvers vegna ætli það sé? Nú eru 130 ár liðin síðan Wagner dó, og ætla mætti að sá tími væri nægur til að skipa honum þann sess í tónlistarsögunni sem ekki þyrfti um að deila. Það er raunar ekki helzti vandinn. vissulega var tónlist Wagners umdeild fyrst þegar hún heyrðist. Hann umbylti gömlum hefðum og samdi tónlist sem mörgum fannst afar framandi og jafnvel afkáraleg, og því varð hann auðvitað, rétt eins og aðrir frumkvöðlar í listum, fyrir árásum þeirra sem kunnu ekki að meta nýjungar. Árásirnar á Wagner voru kannski sérlega hatrammar; svo mjög að meðan hann var enn á lífi þótti vert að taka saman orðabók um skammaryrðin sem hann varð fyrir.1 En Beethoven varð á sínum tíma líka fyrir heiftarlegu aðkasti gagnrýnenda, sem okkur finnst furðulegt að lesa nú til dags, og svo hefur verið um flesta brautryðjendur nýjunga í tónlist.2 Nýjungar dagsins í dag verða hins vegar oftast gamlar lummur á morgun, þegar eitthvað ennþá nýstárlegra og ennþá furðulegra hefur tekið við. Engum dytti í hug nú að segja að Beethoven sé umdeildur. Og á tuttugustu öld kom svo sannarlega fram urmull af ennþá skrítnari og ennþá tormeltari tónlist en nokkuð sem Wagner lét frá sér fara. Fólk getur að sjálfsögðu haft ólíkan smekk fyrir tónlist hans eins og öðru, sumir dá hana og öðrum leiðist hún, en það er ekki það sem gerir hann umdeildan núna. Það er líka orðið óumdeilt að Wagner er meðal helztu tónskálda sögunnar, örugglega í hópi þeirra tíu merkustu (og kannski má þrengja hringinn enn frekar); að síðustu óperur hans teljast allar meðal stórvirkja tónlistar- sögunnar; að hann umbylti óperuforminu og hafði gífurleg áhrif á svo að segja alla síðari tónsmiði. Umfangsmesta og kannski þekktasta verk Wagners er Niflungahringurinn, fjórar óperur sem taka samanlagt um það bil fimmtán eða sextán klukkustundir í flutningi (lengdin fer dálítið eftir hvaða hljómsveitarstjóri heldur á tónsprotanum) og Wagner vann að í meira en 26 ár. Hann samdi bæði textann og tónlistina í öllum sínum verkum. Niflunga-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.