Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Side 97

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Side 97
R i c h a r d Wa g n e r o g g y ð i n g a r TMM 2014 · 2 97 nazistar höfðu afskaplega lítið til þessa rits Wagners að sækja um gyðingleg efni, því að þeir þóttust byggja kenningar sínar um gyðinga á vísindalegum niðurstöðum um ólíka gerð kynþátta. Stundum er fullyrt að rit Wagners um Gyðingdóm í tónlist hafi verið lykil- rit í andgyðinglegum skrifum í Þýzkalandi á nítjándu öld. Það var vissulega víðfrægt, eða öllu heldur alræmt, á sínum tíma, vegna þess að höfundurinn var frægur fyrir annað – sennilega langfrægasti listamaður sem þá var uppi, – og af sömu ástæðu er það alræmt enn þann dag í dag, þótt fáir lesi það. Það má því vissulega segja að ritið hafi hugsanlega hjálpað til að gera andgyðingleg ummæli og rit samkvæmishæf; einhverjir hafa kannski hugsað með sér: „Ef Wagner getur látið eitthvað svona út úr sér, þá hlýt ég að mega það líka.“ En í þeim straumi andgyðinglegra rita sem flæddu yfir landið var það ekki nema eins og dropi í hafið. Það er talið að upplag ritsins hafi varla verið meira en um það bil tvöþúsund eintök; Jonas Karlsson nefnir í ritgerð sinni andgyðingleg rit sem komu út á nítjándu öld í eintakafjölda sem nam tugum eða jafnvel hundruðum þúsunda.14 Hver man nú eftir þeim eða höf- undum þeirra? En þar á meðal voru vissulega rit sem féllu betur að seinni hugmyndum Hitlers og nazista en nokkuð það sem Wagner skrifaði. Athugum að árið 1850, þegar Wagner birti ritgerð sína, var ekki einu sinni búið að finna upp aríska kynstofninn. Það var ekki fyrr en á árunum 1853–55 að Joseph Arthur Gobineau, sem kallaði sig jafnan greifa, birti rit sitt um ójöfnuð mannlegra kynþátta.15 Í þessu riti skipti hann mannkyninu í þrjá kynstofna, hvíta, gula og svarta kynstofninn. Hvíti kynstofninn varð síðan að „aríska kynstofninum“, sennilega árið 1861, en áður hafði orðið „arískur“ verið málfræðihugtak, notað um indó-evrópska málaflokkinn. Kenning Gobineaus var sú að hvíti kynstofninn væri æðri hinum, og að mannkyninu stafaði hætta af blöndun kynstofnanna. Ástæðulaust er að rekja kenninguna frekar hér. Það vekur þó athygli að hjá Gobineau er ekki að finna neina andúð á gyðingum, þvert á móti hrósaði hann þeim sem „frjálsri, sterkri og greindri þjóð“. Wagner hitti Gobineau stuttlega árið 1876, en kynntist honum ekki fyrr en 1880, og las þá einhver rit hans.16 Rit Gobineaus um ójöfnuð kynþátta sá hann ekki fyrr en árið eftir (það var uppselt og illa gekk að leita það uppi hjá fornbókasölum). Honum fundust kenningar ritsins þá afar merkilegar, þótt hann væri ekki sammála þeim nema að litlu leyti. Hann skrifaði fáeinar heldur torskiljanlegar greinar um efnið á þessum síðustu árum. Í einni af allrasíðustu ritgerðum sínum, Heldenthum und Christenthum (1881),17 rekur hann kenningar Gobineaus, að því er virðist með nokkurri velþóknun, en vill þó ekki samþykkja þær nema að hluta til, og alls ekki svartsýnar spár Gobineaus um hnignun aríska kynstofnsins vegna blóðblöndunar, heldur telur Wagner, ef ég skil hann rétt, að sú heimsskipan að „göfugasti“ kyn- stofninn ráði yfir hinum og arðræni þá sé siðlaus [unmoralisch], en að blóði Krists hafi verið úthellt jafnt fyrir alla kynstofna og að það geti gert alla
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.