Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Side 113

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Side 113
R i c h a r d Wa g n e r o g g y ð i n g a r TMM 2014 · 2 113 þeim heimildum sem hann notaði, og var raunar alls ekki ókunnugur tónlist frá eldri tímaskeiðum en barokktímanum – hafði til dæmis séð um útgáfu á Stabat mater eftir Palestrina – þótt hann hafi kannski ekki sökkt sér jafn- djúpt í að kanna forna tónlist og höfuðandstæðingur hans í tónskáldastétt, Johannes Brahms. En hann gat varla búizt við að áheyrendur á hans tíma þekktu vel til miklu eldri tónlistar en tónlistar Bachs, og auðvitað gat hann ekki farið að setja brandara inn í óperuna sem enginn gat skilið nema Brahms, svo að hann valdi að setja barokk-blæ á þessa söngva. Hrynjandin 2 4/ ∑ ∑ ∑ ∑ ∑ ∑ ∑ œ œ œ œ œ œ í lögunum minnir á barokk-tímann (sjá til dæmis Gavotte II í hljómsveitarsvítu nr. 3 í D-dúr eftir Bach), og er ekki einhvernveginn eins og þau séu sprottin af sama meiði og þessir tveir lagstúfar úr Bændakantötu Bachs? Mer hehn en neu e- Ob er- keet- an un sern- Kam mer- herrn.- C & # # # œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ ˙ ™ Wir gehn nun wo der Tu del- sack, der Tu del- Tu- del- Tu- del- tu- del- Tu- del- Tu- del- sack- in un srer- Schen ke- brummt. c & b œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ J œ J œ J œ J œ J œ J œ j œ J œ j œ j œ j œ j œ œ œ œ œ œ œ ™ œ j ˙ ™ En það er að fleiru að hyggja. Afar áberandi í kvöldlokkunni eru tónarnir á orðunum „scheinen“ og „einen“. Tökum eftir að þeir eru líka upphafstónar þess leiðarfrymis í óperunni sem hefur verið kallað Liebeswerben-Motiv, sem í beinni og klunnalegri þýðingu yrði „ástarbiðlunarfrymi“: Liebeswerben-Motiv c ?# U ∑ ∑ ∑ ∑ ∑ œ œ œ œ J ‰ œ œ œ œ œ œ# œ œ œ œ# œ# œ œ œ# œ œ# œ œ œ œ œ# j ‰ Œ Ó Tökum líka eftir að þessir tónar mynda uppistöðuna í söngflúrinu skringilega sem við heyrum seinna í laginu, röð af fallandi ferundum sem þokast niður um tvíund í hverju þrepi. Slíkar ferundaraðir koma oft fyrir í stefjum Wagners; Liebeswerben-stefið hefst á tveimur slíkum ferundum. Annað þekkt dæmi er stef úr lokaatriði óperunnar Siegfried, þar sem Brynhildur og Sigurður Fáfnisbani syngja eldheitan ástaróð hvort til annars; þetta stef hefur verið kallað Liebesbund-Motiv, eða ástarsambandsfrymi, og Wagner notaði það aftur í Siegfried Idyll, sem var hugsað sem ástaróður til konunnar hans, Cosimu. Það hefst á þremum fallandi ferundum: 4 4& Œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ ˙ Mörg fleiri dæmi mætti telja. Öll eða að minnsta kosti allflest þau stef og stefjafrymi Wagners sem byggjast með þessum hætti á röð af fallandi ferundum virðast tengjast ástinni með einhverjum hætti. Er þá ekki komin ósköp blátt áfram en eðlileg skýring á kvöldlokku Beckmessers? Hann er einfaldlega ástfanginn, og kvöldlokkan er ekkert annað en eldheitur ástar- söngur, bara dálítið klaufalegur og ósköp gamaldags.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.