Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Side 118

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Side 118
R e y n i r A x e l s s o n 118 TMM 2014 · 2 flokki gagnrýnenda á þessum tíma. Hann skrifaði frekar vel um Wagner til að byrja með; það er fyrst með gagnrýni sýningarinnar á Lohengrin í vín árið 1858 (eftir að söguþráðurinn í Meistarasöngvurunum var fullmótaður) sem hann fór að verða hvassyrtari. Það virðist þó ekki vera fyrr en eftir að Hanslick birti dóm sinn um Meistarasöngvarana sem Wagner fór að leggja verulegt hatur á hann; sumir telja að sá dómur hafi verið meginástæða þess að Wagner gerði þá reginskyssu að endurbirta Das Judentum in der Musik skömmu seinna með eftirmálanum langa þar sem hann réðst sérstaklega að Hanslick. Það er heldur engin tilraun gerð til að skopstæla Hanslick sem persónu í Meistarasöngvurunum, enda er Beckmesser ekki bara gagnrýnandi: Hann er bæði skáld og sönglagatónskáld, og Wagner gerir hann ekki síður fárán- legan sem slíkan. [Thomas Grey, sem telur Beckmesser vera skopmynd af Hanslick, virðist gera sér grein fyrir að það gengur ekki alveg nógu vel upp og gefur í skyn – eins og hálffeimnislega – að það eigi kannski bezt við um fyrsta þáttinn, í öðrum þætti gæti Beckmesser verið skopmynd af Mendels- sohn og í þriðja þætti af Meyerbeer!56] En við þurfum ekki að fara í grafgötur með hvað Wagner hugsaði sér með Beckmesser: Hann segir okkur það sjálfur í ritgerð sinni Eine Mittheilung an meine Freunde frá 1851 í eftirfarandi tilvitnun, sem hefur oft verið dregin fram í dagsljósið, til dæmis að hluta til í nýnefndri grein eftir Borchmeyer: Ég hugsaði mér Hans Sachs sem síðustu birtingarmynd listrænt skapandi þjóðar- anda, og stillti honum í þessu hlutverki upp á móti broddborgaraskap meistara- söngvaranna, en sannlega skoplegri smásmygli þeirra um rígbundið regluverk skáldskaparins gaf ég alveg persónulega framsetningu í leikpersónu „merkjarans“. Þessi „merkjari“ var eins og kunnugt er (öllum nema ef til vill gagnrýnendunum okkar) sá sem söngvaragildið skipaði sem gæslumann og átti að „merkja“ við þær villur sem flytjendum urðu á, og einkum þeim sem sóttu um upptöku í gildið, og teikna þær upp með strikum: sá sem hafði fengið einhvern tiltekinn fjölda af strikum hafði „sungið af sér“ [„versungen“].57 Getur það verið skýrara að Beckmesser er hugsaður sem rammþýzkur broddborgari? Og hvað gæti verið fjær hugmyndum Wagners um gyðinga? Ég hef nú rakið nokkur dæmi um röksemdafærslur sem eiga að sýna að gyðingahatur sé með einhverjum hætti til staðar í Meistarasöngvurunum og raunar nokkrum öðrum óperum Wagners. Það kemur í ljós að þessar röksemdafærslur gufa upp og skilja ekkert eftir um leið og dagsbirtan fær að skína á þær. Ég fullyrði að allar aðrar röksemdafærslur af sama tagi séu sama marki brenndar; það er einfaldlega enginn fótur fyrir þeim. En mesti gallinn við þær er ekki að þær fái ekki staðizt, heldur að fjöldi fólks trúir að þær hljóti að vera réttar, af því að þær koma frá fræðimönnum sem eiga að hafa kynnt sér efnið. Reglulega sjást skrif sem sýna að um víða veröld er þeim trúað eins og nýju neti, og hvað eftir annað má rekast á full- yrðingar eins og þessa, sem ég vel af handahófi úr mörgum svipuðum: „Það
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.