Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Qupperneq 123

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Qupperneq 123
A ð é t a ó v i n s i n n TMM 2014 · 2 123 hafði nefnt. Til að vera viss spurðum við hvort þetta væri vagninn til Elefsis því við gátum ekki í fljótu bragði séð nafn bæjarins á vagninum. vagn- stjórinn klóraði sér í höfðinu og kallað síðan til fleiri vagnstjóra til skrafs og ráðagerða. Eftir dálitlar umræður sneru þeir sér að okkur og dembdu allir í einu yfir okkur margs konar spurningum en þar sem ensku- og þýsku- kunnátta vagnstjóranna var lítil og kunnátta okkar í nýgrísku engin gengu samskiptin stirðlega. „Elefsis?“ spurðum við en hverju þeir svöruðu vissum við ekki. Þá datt okkur í hug að segja „Dafni“ og viti menn, þá kviknaði ljós. „Dafni, Elefsina,“ sögðu bílstjórarnir í einum kór og drógu okkur að öðrum vagni með allt öðru númeri en stúlkan hafði nefnt. Ekki var þó við hana að sakast því okkur var sagt síðar að stundum væru gerðar breytingar á leiðakerfi og númerum grískra strætisvagna án nokkurrar augljósrar ástæðu. vagninn var í þann mund að leggja af stað og vildum við kaupa miða báðar leiðir en það var ekki hægt. Eftir að hafa lokið viðskiptunum við vagnstjórann settumst við inn. Þar var fyrir slatti af Grikkjum, einn var með stóran útflattan saltfisk og annar með hálflokaða tágakörfu sem í voru nokkrar hænur. Strætisvagninn og hljóðkúturinn höfðu orðið viðskila einhvern tíma fyrr á öldinni og gegnum gisnar gólffjalirnar stigu alls kyns eiturgufur frá vélinni ásamt göturyki. Það væri vel hægt að ímynda sér að í einmitt svona farartæki flytti Hermes sálir framliðinna að ánni Styx. En á leiðarenda komumst við og bílstjórinn gaf til kynna með handapati að vagninn færi á tveggja tíma fresti. Rústir launhelganna blöstu við frá stoppistöðinni og hjá henni var vina- legur veitingastaður. Rústirnar voru afgirtar og við hliðið stóð bárujárns- skúr sem gegndi hlutverki miðasölu. Þar svaf safnvörðurinn svefni hinna réttlátu og á fleti fyrir aftan hann kúrði sig bröndóttur fressköttur af stærri gerðinni. við ræsktum okkur lítillega og vörðurinn hrökk upp. Kötturinn opnaði annað augað og leit á okkur með augnaráði sem gaf til kynna að hann hefði aldrei séð jafnómerkileg fyrirbæri. „Mikið að gera?“ spurði ég. „Allt brjálað,“ sagði vörðurinn, „það komu tveir Ameríkanar í morgun og svo er Breti þarna inni núna.“ Hann rukkaði okkur um nokkrar drökmur og við gengum inn á rústasvæðið. Ekki er ástæða til að lýsa rústum helgidómsins hér en launhelgarnar höfðu verið upp á sitt besta á hellenískum og rómverskum tíma. Þá var í tísku meðal fyrirmanna að taka vígslu og svo dæmi sé tekið voru flestir keis- arar Rómaveldis innvígðir og innmúraðir í launhelgarnar. Það tók rúmlega klukkustund að skoða rústirnar og safnið og að því búnu gengum við út. vörðurinn og kötturinn sváfu en í ljós kom að Bretarnir voru tveir. við fórum nú á veitingahúsið og fengum okkur hádegisverð enda klukkan að verða tvö. Það vakti strax athygli okkar að fyrir ofan barinn á veitingastaðnum var portrett af Leonid Brésnjeff þáverandi leiðtoga Sovétríkjanna og upp- lýsti vertinn okkur óumbeðið um að í Elefsis réði lögum og lofum hinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.