Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1934, Síða 23
21
Getið í 3 héruðum (Rvík, Norðfj. og Rangár), eins tilfellis í hverju
héraði.
Læknar láta þessa getið:
Norðfi. Það gæti legið nærri að gruna annan sjúkdóm, þegar aðeins
er einn og einn sjúklingur á ári, og má vel vera, að svo sé. Vist má
telja, að enginn faraldur hefir verið á ferðinni, nema um faraldur
væri að ræða, sem þá hefði átt að vera svo vægur, að læknis væri yfir-
leitt ekki vitjað. Nú leita menn svo ört til læknis, ekki sízt ef útbrot
eru, að það er litt hugsandi, Verður þá að sætta sig við ranga sjúk-
dómsgreiningu.
15. Skarlatssótt (scarlatina).
Töflur II, III og IV, 15.
Sjúklingafiöldi 1925—1934:
1925 1926 1927 1928 1929 1930 1931 1932 1933 1934
Sjúkl. . . . 7 10 5 14 10 204 336 624 426 900
Dánir . . . 3 6 17 6 22
Skarlatssóttarfaraldurinn, sem gengið hefir um landið síðan 1930,
heldur enn áfram, og fjölgar tilfellunum mikillega, enda hefir hann nú
náð fjölmenninu í Reykjavík og grennd.
Læknar láta þessa getið:
Skipnsknga. Um áramótin lágu 2 sjúklingar í veikinni. Eftir ára-
mótin veiktust 2 sjúklingar í viðbót á sama heimili. Annar var hús-
bóndinn, hinn var dóttir hans, 4 ára. A húsbóndann lagðist sóttin
ekki ýkjaþungt, en á barnið svo heiftúðugt, að það dó úr menxngitis
eftir 7 daga. Eldri stúlkan, sem veiktist fyrir áramót, fékk mjög
slæma og þráláta otitis acut. media suppurativa. Var lengi að ná sér
aftur. Fleiri tóku ekki sóttina á heimilinu. Það var einangrað i 6
vikur og þá sótthreinsað rækilega, og tókst með öllu að verjast því,
að sóttin breiddist út frá þessu heimili. í maí var mín vitjað til 46
ára ekkju á Akranesi, sem hafði haft hálsgólgu í 3 daga, en var nú
útsteypt af typisku exanthemi. Enginn vafi á, að hún hefir fengið
sóttina af fötum sjómanna frá Keflavík, er hún hafði í þjónustu, en
þar geisaði veikin þá. Rúmum 3 dögum eftir að konan þvær föt sjó-
mannanna, sem voru nýkomnir að heiman, fær hún veikina. Heimilið
var þegar einangrað. Sótthreinsun fór þar fram eftir 5 vikur. Síðan bar
ekkert á sóttinni fyrr en eftir miðjan ágúst, að hún kemur enn upp á
heimili á Akranesi. Hafði hún borizt úr Reykjavík, og veiktust 3 börn.
Þaðan barst veikin samtímis á eitt heimili í Skilamannahreppi. Þar
veiktust einnig 3. Bæði voru heixnili þessi einangruð og sótthreins-
uð eftir 5 vikur.
Rorgarfi. Stixlka kom frá Reykjavik í apríi og veiktist þegar er heim
kom. Var hún þegar einangruð og heimilið sett i sóttkví. Sýktist eng-
inn þaðan. í september veiktist piltur í vegavinnu á Holtavörðuheiði.
Var hann fluttur hingað og einangraður á sjúkraskýlinu, svo að ég
taldi fullkomlega öruggt. Tíu dögum síðar veiktist annar piltur, sem
hjá mér var í vinnu, af skarlatssótt. Verð ég að álíta, að hann hafi