Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1934, Síða 56
54
Flateyjar. Ein kona þurí'ti Iæknishjálpar, primipara, 35 ára. Fæð-
ingin hafði varað í í'nlla 2 sólarhringa, og töluverðar líkur fyrir því,
að enn drægist á langinn með hana. Mikill stirðleiki í hinum ytri
fæðingarpörtum. Konan svæfð, og lögð á töng í hvirfilstöðu. Til þess
að forðast total perinealruptur er gerð djúp episiotomia eftir að töng-
in hafði festu á höfðinu og dregið fram lifandi sveinbarn. 2 aðrar
konur, er fæddu, fengu obstetriska svæfingu.
Bíldudals. Þrisvar var mín viljað til kvenna með abortus. Ekki hefi
ég neina sönnun fyrir því, að þar hafi verið um abortus provocatus
að ræða.
Þingeyrar. Nokkrum sinnum hefir læknir verið heðinn að gera
abortus provocatus. Hefir því verið synjað, þar sem engar aðkallandi
ástæður hafa verið fyrir hendi. Stöðugt vex kvabbið um fóstureyð-
ingar. Er líkast því að fólk haldi, að þetta sé leikur einn og aðgerðin
hættulaus. Mun fræðsla sú, er almenningur hefir fengið i þessu efni,
eiga sinn þátt í því. Gleðilegt, að hafa nú fengið um þetta skýr laga-
fyrirmæli og þar með eitthvað að halda sér að.
Flateyrar. 3 konur gátu ekki fætt, 2 vegna hríðaleysis en 1
vegna of þröngrar grindar. í öllum þessuin tilfellum varð ég' að nota
töng, og í því síðastnefnda var töngin há og mjög erfið. Konan var
primipara. Öll börnin lifðu, og öllum konunum heilsaðist vel. Tvisvar
hefir mín verið vitjað vegna fósturláta, í báðum tilfellunum hjá gift-
um konum. Ég skóf út fósturleifarnar með fingri og stöðvaði þannig
blæðingarnar á svipstundu. Um þriðja fósturlátið hefi ég heyrt getið,
og þurfti þar engrar hjálpar með. Einstaka hjón takmarka barneignir
sínar. Önnur, og það þau, sem ættu allra hluta vegna að gera það,
mega ekkert vera að fást við slíkt „fitl“.
Ögur. Engin alvarleg tilfelli.
Hólmavíkur. Barnsfarir hafa gengið vel, og þurfti læknir aðeins
einu sinni að framkvæma verulega aðgerð — sækja fylgju vegna mik-
illa skyndiblæðingar.
Blönduós. Fósturlát varð einu sinni orsök þess, að læknis var vitj-
að, en annars geta ljósmæður engra slíkra tilfella. Lítið um fæð-
ingaraðgerðir, aðeins einu sinni tangarfæðing og tvisvar sinnum fram-
dráttur. Framkvæmdi Ijósmóðirin hann í annað skipti eftir að hafa
gert vendingu á barninu, sem var seinni tvíhuri,
Hofsós. 2 konur þurftu verulegrar hjálpar. — Hin fyrri, sem var
frumbyrja, veiktist á þriðjudegi, og' var þá vitjað ljósmóður. Sótfin
var lin, og á fimmtudegi, þegar mín var vitjað, hafði fæðingin ekk-
ert gengið. Við innvortis rannsókn varð tveimur fingrum komið upp
um leghálsinn, vatn ófarið og höfuð dúandi í efra grindaropi. Sprengdi
ég fornistið, og komu þá nokkrar hríðir, sem duttu undireins niður
aftur. G,af ég nú konunni thymophysin í vöðva, sem reynist oft svo
vel á þessu stigi fæðingar, og fékk konan þá nokkrar linar hríðir, sem
samstundis duttu niður aftur, og enn gaf ég henni tvær innspýtingar
með sama árangri. Konan var nii orðin þreytt og' kvíðandi um sinn
hag, enda ung' kona og óreynd. Svæfði ég hana því og' gerði vendingu og
framdrátt. Konu og barni heilsaðist ágætlega. — Hitt tilfellið, þar sem