Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Síða 128
126
nærí'öt og sokkar yfirleilt notað, nema af yngri kynslóðinni. Matar-
gerð svipuð og verið hefur.
Blönduós. Kröfur til fatnaðar og matar munu yfirleitt fara vaxandi,
enda hægara en oft áður fyrir almenning að láta eftir óskum sínum
í því efni.
Sauðárkróks. Þrifnaði er sem áður ábóta vant, en mun miða í rétta
átt, þó að hægt fari. Fólk mun hugsa meir en áður um, að fæðið sé
heilsusamlegt. Garðrækt er talsverð og neyzla garðamatar vaxandi.
Uppskera vill þó bregðast í görðum, ef illa viðrar. 1 gróðurhúsi hjá
Varmahlíð eru ræktaðir tómatar o. fl. Annað gróðurhús er hjú Stein-
stöðum í Tungusveit. Mjólk og mjólkurafurðir fást alltaf nægjanlegar,
en þó er stundum lítið um smjör. Oft fæst nýr fiskur, og í frysti-
húsunum má alltaf fá fryst kjöt og frystan fisk. Mikils er neytt af
slátri bæði í kaupstað og sveit.
Ólafsfi. Kvenfélagið gekkst fyrir saumanámskeiði.
Akureyrar. Menn ganga nú almennt betur til fara en þeir hafa
gert á undan förnum árum, og veldur þar mestu um bættur fjárhagur
flestra héraðsbúa, svo og það, að yfirleitt hefur verið hægt að fá
keypt góð fataefni 2—3 síðast liðin ár. Nokkuð mikið mun notað hér
af prjónafatnaði, bæði innlendum og útlendum, einnig nokkuð af
Gefjunarklæði og dúkum, en þó mest erlend efni, ensk eða amerísk.
Skófatnaður er einnig að mestu leyti útlendur, en þó er keypt hér
talsvert af Iðunnarskóm, og líka fólki þeir sæmilega, að því er ég
bezt veit. Fatnaður er yfirleitt mjög dýr, og liggur verðið mest i því,
hve saumaskapurinn kostar mikið. Mest er lifað á landbúnaðaraf-
urðum og fiski, en einnig mikið á erlendum kornmat. Enn þá er hér
allt of lítið ræktað af grænmeti, og kartöfluuppskeran hefur brugðizt
svo 2 síðast liðin ár, að kartöfluskortur hefur orðið tilfinnanlegur,
þegar komið hefur verið fram á vorið og sumarið. Ávextir sjást hér
aldrei nýir neina helzt rétt um jólin, og þá eru þeir venjulega rifnir
út, sama daginn sem þeir koma í búðirnar, og fá færri en vilja. Smjör-
skortur hefur hér aldrei verið neinn á þessu ári, en segja má, að
smjörið sé svo dýrt, að það sé varla nema fyrir efnaða menn að
kaupa það.
Vopnafj. Yfirleitt gengur fólk mjög vel til fara, einkum yngra fólk-
ið. Engin ung stúlka vill í öðru vera en silkisokkum og silkinærföt-
um. Þó að oft sé í ungu stúlkurnar hnjóðað fyrir vara- og naglalitun
og annan slíkan hégóma, verður því ekki neitað, að allt annar svipur
og geðþekkari er nú á þeiin en oft vildi vera áður. Kemur þar til
smekklegur klæðnaður og fótabúnaður, en þó síðast en ekki sízt stór-
bætt hirðing og þrifun á hári, sein vissulega má telja mikla framför
frá því, sem áður tíðkaðist. Súrmeti hverfur óðum úr sögunni, jafnt
í sveit sem við sjó. Kjöt og sláturafurðir fá menn nú geymt í frysti-
húsum, og fer sú geymsluaðferð ört vaxandi. Mjólk er víðast næg,
en uppskera garðávaxta varð mjög rýr á árinu. Mun nokkur skortur
því verið hafa á garðmat, og er minna neytt af þeirri fæðutegund en
venjulegt er hér.
Seyðisfj. Neyzla mjólkur og mjólkurafurða er mun minni síðari
árin, en viðast hvar er reynt að bæta það upp með lýsisgjöf. Síðustu