Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Side 128

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Side 128
126 nærí'öt og sokkar yfirleilt notað, nema af yngri kynslóðinni. Matar- gerð svipuð og verið hefur. Blönduós. Kröfur til fatnaðar og matar munu yfirleitt fara vaxandi, enda hægara en oft áður fyrir almenning að láta eftir óskum sínum í því efni. Sauðárkróks. Þrifnaði er sem áður ábóta vant, en mun miða í rétta átt, þó að hægt fari. Fólk mun hugsa meir en áður um, að fæðið sé heilsusamlegt. Garðrækt er talsverð og neyzla garðamatar vaxandi. Uppskera vill þó bregðast í görðum, ef illa viðrar. 1 gróðurhúsi hjá Varmahlíð eru ræktaðir tómatar o. fl. Annað gróðurhús er hjú Stein- stöðum í Tungusveit. Mjólk og mjólkurafurðir fást alltaf nægjanlegar, en þó er stundum lítið um smjör. Oft fæst nýr fiskur, og í frysti- húsunum má alltaf fá fryst kjöt og frystan fisk. Mikils er neytt af slátri bæði í kaupstað og sveit. Ólafsfi. Kvenfélagið gekkst fyrir saumanámskeiði. Akureyrar. Menn ganga nú almennt betur til fara en þeir hafa gert á undan förnum árum, og veldur þar mestu um bættur fjárhagur flestra héraðsbúa, svo og það, að yfirleitt hefur verið hægt að fá keypt góð fataefni 2—3 síðast liðin ár. Nokkuð mikið mun notað hér af prjónafatnaði, bæði innlendum og útlendum, einnig nokkuð af Gefjunarklæði og dúkum, en þó mest erlend efni, ensk eða amerísk. Skófatnaður er einnig að mestu leyti útlendur, en þó er keypt hér talsvert af Iðunnarskóm, og líka fólki þeir sæmilega, að því er ég bezt veit. Fatnaður er yfirleitt mjög dýr, og liggur verðið mest i því, hve saumaskapurinn kostar mikið. Mest er lifað á landbúnaðaraf- urðum og fiski, en einnig mikið á erlendum kornmat. Enn þá er hér allt of lítið ræktað af grænmeti, og kartöfluuppskeran hefur brugðizt svo 2 síðast liðin ár, að kartöfluskortur hefur orðið tilfinnanlegur, þegar komið hefur verið fram á vorið og sumarið. Ávextir sjást hér aldrei nýir neina helzt rétt um jólin, og þá eru þeir venjulega rifnir út, sama daginn sem þeir koma í búðirnar, og fá færri en vilja. Smjör- skortur hefur hér aldrei verið neinn á þessu ári, en segja má, að smjörið sé svo dýrt, að það sé varla nema fyrir efnaða menn að kaupa það. Vopnafj. Yfirleitt gengur fólk mjög vel til fara, einkum yngra fólk- ið. Engin ung stúlka vill í öðru vera en silkisokkum og silkinærföt- um. Þó að oft sé í ungu stúlkurnar hnjóðað fyrir vara- og naglalitun og annan slíkan hégóma, verður því ekki neitað, að allt annar svipur og geðþekkari er nú á þeiin en oft vildi vera áður. Kemur þar til smekklegur klæðnaður og fótabúnaður, en þó síðast en ekki sízt stór- bætt hirðing og þrifun á hári, sein vissulega má telja mikla framför frá því, sem áður tíðkaðist. Súrmeti hverfur óðum úr sögunni, jafnt í sveit sem við sjó. Kjöt og sláturafurðir fá menn nú geymt í frysti- húsum, og fer sú geymsluaðferð ört vaxandi. Mjólk er víðast næg, en uppskera garðávaxta varð mjög rýr á árinu. Mun nokkur skortur því verið hafa á garðmat, og er minna neytt af þeirri fæðutegund en venjulegt er hér. Seyðisfj. Neyzla mjólkur og mjólkurafurða er mun minni síðari árin, en viðast hvar er reynt að bæta það upp með lýsisgjöf. Síðustu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.