Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1944, Page 199
r
197
i
15.
17.
18.
)
19.
20.
21.
I
22.
bilið er talið, að hjónin hafi lagt sig til svefns. Kl. um 18 var komið tii
þeirra, og tókst þá að vekja manninn, en konan lá á grúfu í rúminu, og sást
þá, að hún var örend. Ályktun: Við líkskoðun kom enginn sjúkdómur í ljós,
er skýrt gæti lát konunnar. Engin áverkamerki fundust heldur. Áfengismagn
i blóðinu var mjög mikið (3%„), en þó ekki beinlínis líklegt, að áfengið eitt
hafi orðið konunni að bana. Mikið fljótandi blóð i hjarta og æðum bendir
til köfnunardauða, og er ekki ósennilegt, að konan hafi lagzt á grúfu og
kafnað í sængurfötunum, því að eins og kunnugt er fylgir djúpum áfengis-
svefni næstum algert „reaktions“-leysi.
21. okt. G. A-son, 29 ára. Maðurinn fannst láíinn í herbergi sínu 2<Ho, liggjandi
á gólfinu og riffill við hliðina á honum. Ályktun: Við likskoðun fannst skot-
sár eftir kúlu, sem farið hafði í gegnum höfuð og heila. Skotið hafði verið
inn um munninn og kúlan farið í gegnum góm, kúpubotn og vinstra heila-
hvel og þaðan út um höfuðskelina. Hefur þetta valdið bráðum dauða.
23. okt. M. S-son, 64 ára. Maður þessi fannst látinn í herskála við bæinn að
morgni 2Vio. Undanfarinn sólarhring hafði maðurinn verið við öl, og hjá
líkinu fannst tóm whisky-flaska. Ályktun: Við likskoðun fannst stækkað
hjarta og æðabreytingar í nýrum og milti, sem benda eindregið til þess, að
hinn látni hafi haft verulega hækkaðan blóðþrýsting. Auk þess fannst mikið
áfengismagn í blóði og enn fremur krabbamein i nýra á byrjunarstigi. Bana-
meinið að öllum líkindum hjartabilun.
25. nóv. G. J. J-son, 8 ára. Drengurinn varð fyrir bíl og dó samstundis.
Ályktun: Banameinið hefur verið mjög mikið hauskúpubrot, þannig, að stórt
beinstykki hefur brotnað úr aftanverðri hauskúpunni, rekizt inn í heila og
valdið bráðum bana.
5. des. J. S. Ií-dóttir, 21 árs. Konan fannst látin í rúmi sínu að morgni Via.
Hafði undanfarna daga kvartað um höfuðjjyngsli. Talin hafa fengið snert
af slagi fyrir rúmu ári. Móðir og tveir bræður dáið úr heilablóðfalli. Ályktun:
Við líkskoðun fannst mikil lieilablæðing, sem sýnilega var alveg ný, vinstra
megin í heilanum. Enn fremur fundust menjar um tvær gamlar heilablæð-
ingar, önnur vinstra megin, en hin hægra megin. Banameinið sýnilega heila-
blæðingin.
11. des. Þ. B-dóttir, 30 ára. Konan verið vínhneigð og undanfarið fyrir and-
látið við skál og lent heima á heimili, þar sem heimilisfaðirinn varpaði henni
á dyr. Konan var víst óstöðug á fótunum og féll við ]>ær stympingar um 2
metra fall. Konan talin mjög drukkin og J>á flutt í kjallara lögreglunnar, en
brátt kom í ljós, að meira var að konunni en vínnautn, og var liún J>á flutt
í Landsspítalann. Kom hún þangað 2y>i og lá í spitalanum, þar til hún and-
aðist %2. Ályktun: Við krufninguna fannst mikið brot á hnakkabeini og all-
mikil blæðing út frá brotinu milli heilans og beinsins. Enn fremur svæsin
heilahimnubólga, og í upprifnum hörundsblöðrum fundust sams konar sýklar
og í heilahimnum. Banameinið hefur verið heilahimnubólga og blóðeitrun
(sepsis).
14. des. G. H-son, 65 ára. Maðurinn fannst liggjandi við þjóðveginn suður
með sjó, J>á látinn, og að dómi læknis, er til var kvaddur á staðinn ]>á þegar
Wl2, mun maðurinn hafa látizt fyrir ca. % ldst. Ályktun: Við krufninguna
fannst þverbrot á neðanverðum hrygg með mjög mikilli blæðingu upp á við
og niður á við frá brotstaðnum. Enn fremur fannst sprunga i miltinu. Bana-
meinið ótvírætt hryggbrotið. Engin áverkamerki fundust á húðinni.
22. des. M. Ö-son, 27 ára. Fannst örendur í höfninni í Reykjavík 2I/i2. Ályktun:
Við krufninguna fundust áverkamerki á höfði og búk, er virtust ekki vera
tilkomin i lifanda lífi, að einu undanskildu á vinstri augabrún. Útlit á lung-
um, froða í barka og lungnapípum bendir til, að hinn látni liafi komið lifandi
i vatnið og drukknað.
29 des. H. J-son, 72 ára. Maðurinn fannst helfrosinn úti á víðavangi rétt við
bæinn. Ályktun: Við líkskoðun fundust einkenni þess, að maðurinn hefði
orðið úti: Kalblettir á báðum hnjám og áberandi æðahríslur á fótum. Enn
fremur áberandi mikil kölkun í hjartaæðum og mikil bronchitis og bron-
chiectasis í vinstra lunga, sem telja verður, að lamað hafi mótsöðuafl hins
látna.