Úrval - 01.05.1953, Blaðsíða 7

Úrval - 01.05.1953, Blaðsíða 7
HANS FALLADA 5 inn föður sínum. Þau gerðu sér ekki einu sinni vonir um, að hann yrði stúdent. Þessvegna gripu þau til þess ráðs, sem þá var ekki fátítt meðal betri borg- ara með vandræðasyni, að senda hann upp í sveit til að læra landbúnað. * Það er erfitt að vita, hve lengi menn eru að ná sér eftir svip- aða reynslu og Rudolf Ditzen varð að þola. Hugleiddi hann það, að hann hafði svipt annan mann lífi í staðinn fyrir sjálf- an sig? Að ef til vill var hann á lífi, vegna þess, að hann hafði hleypt af skammbyssunni augnabliki á undan félaga sín- um eða ef til vill vegna þess, að félagi hans hafði misst kjark- inn á síðustu stundu? Blygðað- ist hann sín kannski fyrir, að hafa ekki sjálfur fundið, hversu óskaplegt það er að svipta mann lífi ? Fór hann að gera sér grein fyrir því, að bak við sjálfs- morðsáformið hafði einnig leynst veikur vonarneisti um að rumska við foreldrunum? Þegar hann nú komst að raun um þvermóðsku foreldranna og kaldlyndi, hlaut honum þá eltki að finnast lífið langtum von- lausara og lágkúrulegra en hann hafði haldið og allt of ómerkilegt til að það tæki því að fremja sjálfsmorð! Fann hann ef til vill til beiskrar iðr- unar eftir óhappaverk, sem ekki var unnt að bæta fyrir? Varð hann þá ekki alveg kærulaus fyrir hefðbundnum lífsvenjum og hugsunarhætti og borgara- legu velsæmi yfirleitt? Og varð það ekki til að herða hann í kæruleysinu, að hann fann, að áfengi og morfín veittu honum gleymsku? * Það er naumast sennilegt, að hann hafi látið tendra hjá sér þjóðerniseldmóð fyrir styrjöld- ina 1914. Hann vann þá á stór- býli í Austur-Þýzkalandi og undi sér vel í sveitinni. Ef til vill hefði hann þar sætzt við lífið, ef hann hefði fengið að vera í friði. En föðurlandið kvaddi syni sína til vopna. Hann slapp við að fara á víg- stöðvarnar og var settur á skömmtunarskrifstofu ríkisins í Berlín. Að stríðinu loknu fór hann aftur upp í sveit. Og nú, tíu árum eftir öngþveiti ungl- ingsáranna, bjóst hann til að gera upp sakirnar við æsku- heimilið og fullorðna fólkið, eins og hann hafði kynnst því sem barn og unglingur. Hann gaf út tvær bækur, 1920 og 1923 undir höfundarnafni, sem sótt var í Grimms ævintýri. Raunverulegt gildi þeirra er í því fólgið, að þær sýna, að Hans Fallada reynir í alvöru að gera reikningsskil, að greiða úr mál- unum og finna lausn á vanda- málum sínum og þeirra mörgu, sem á glapstigum höfðu lent. Vinur hans hefur sagt mér, að um það leyti, sem hinn ungi rithöfundur var að lesa próf-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.