Úrval - 01.05.1953, Blaðsíða 52

Úrval - 01.05.1953, Blaðsíða 52
50 tJR VAL . . . Tréð ber aldin átta mánuði á ári og þann tíma borða eyjar- skeggjar ekki annan brauðmat." Brezku plantekrueigendunum þótti ávöxturinn girnilegur: trén þurftu lítið land, breiddust ört út, þoldu vel fellibylji, báru aldin næstum árið um kring, þurftu enga hirðu og voru vön svipuðu loftslagi og er í Kari- bíahafinu. Einu vandkvæðin voi'u þau að ekki var hægt að rækta tréð af fræi; það varð að flytja það þúsundir mílna með skipi suður fyrir odda Afríku eða Suðurameríku þar sem gæta varð þess vandlega að hlífa þeim fyrir kuldum og sjávar- seltu. Nýlendurnar leituðu á náðir móðurlandsins, Englands, um flutning á trjánum. Sir Joseph Banks, forseti Konunglega brezka vísindafé- lagsins, sem verið hafði nátt- úrufræðingur í fyrsta leiðangri Cooks til Suðurhafseyja og þekkti brauðaldinið af eigin raun, studdi málstað þeirra. Hann fékk Georg III. til að leggja til skip og valdi sem skip- herra Bligh höfuðsmann, sem einnig hafði verið með Cook og var áhugamaður um náttúru- fræði. Sir Joseph valdi tvo garð- yrkjumenn, David Nelson og William Brown, frá Kew gras- garðinum, til að gæta trjánna á leiðinni. Hann samdi ítarleg- ar reglur fyrir leiðangursmenn, sem miðuðu að því að tryggja líf trjánna. „Það er nauðsynlegt að káet- unni verði ætlað það eina hlut- verk að vera einskonar gróður- hús, og lykillinn að henni feng- inn garðyrkjumönnunum. . . . Ekki má hafa um borð hunda, ketti, apa, páfagauka, geitur eða nokkur önnur dýr, nema svín og alifugla, og þau verður að geyma vandlega í búrum sín- um. Eitranir gegn rottum og kakalökum verður að fram- kvæma eins oft og nauðsynlegt er til að halda þeim niðri. Og skipshöfnin má ekki kvarta þó að ódaun leggi frá dauðum rott- um milli þilja.“ Bounty sigldi frá Englandi 15. október 1787. Stefnan var tekin á suðurodda Suðurame- ríku, en þeim tókst ekki að kom- ast fyrir Horn, og eftir 30 daga barning móti vindi og straum- um tók Bligh stefnuna austur yfir Suðuratlantshaf. Til Góðra- vonahöfða í Suðurafríku var komið 22. maí. Þar var höfð 40 daga viðdvöl til að gera við skipið og taka vistir. Einnig voru tekin um borð nokkur ávaxtatré og síðan siglt til Tas- maníu, sem er stór eyja suður af Ástralíu. Á Tasmaníu hafði Bounty skamma viðdvöl. Trján- um frá Afríku var plantað þar og tekinn viður til eldsneytis. Þann 24. október, fullu ári eftir að lagt var af stað, var komið til Tahiti. Bligh tókst að fá ættarhöfð- ingjana á eynni til að afhenda nokkur af brauðaldintrjám sín- um sem gjöf til Georgs konungs-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.