Úrval - 01.05.1953, Blaðsíða 35
Brezkur fréttamaður segir frá kynnum
sínum af perluræktanda og ýmsum
fróðloik sem hann fékk hjá honum —
Um perlur og perlurœkt.
Grein úr „London Calling“,
eftir Sylvia Matheson.
'jjAG MAN þegar ég sá Vin-
cenzo Onorato í fyrsta
skipti: það var á heitum sum-
ardegi í Bombay, hann sat við
borð sem breiddur var á svart-
ur flauelsdúkur þakinn perlum.
Með honum voru fjórir ind-
verskir kaupmenn sem virtust
hafa sérstakan áhuga á tveim
óvenjufallegum perlum, full-
komnum samstæðum, með
daufu, rósrauðu skini.
Kaupmennirnir fullyrtu að
þetta væru náttúruperlur af
beztu tegund og vildu kaupa
þær, en ítalinn vildi ekki selja.
„Þær eru ræktaðar, eins og
allar hinar,“ sagði hann. Þeir
vildu ekki trúa honum og báðu
hann að nefna verðið, en Vin-
cenzo lét sig ekki, og þegar þeir
voru farnir fékk hann mér
perlurnar.
„Þær eru ræktaðar,“ sagði
hann; „þær eru úr ræktunar-
stöðinni minni í Japan; þetta
eru fallegustu perlur sem ég
hef séð, alltof fallegar til að
selja þær. Ég ætla að eiga þær.
En þessir kaupmenn voru eng-
ir asnar — það er ómögulegt að
skera úr því hvort þær eru
náttúrlegar eða ræktaðar.“
Hann sagði að með einskonar
röntgentækjum gætu sérfræð-
ingar stundum séð hvort perl-
ur væru ræktaðar ef borað væri
í gegnum þær fyrst. „En jafn-
vel það er ekki öruggt.“
IJann hélt áfram að segja
mér ýmislegt um perluveiðar
og perluræktun. Eg vissi ekki
að sumar ræktaðar perlur eru
eins dýrmætar og náttúrlegar;
að engar tvær perlur eru eins;
að þær geta verið af næstum
öllum litum og að eini munur-
inn á náttúrlegum og ræktuð-
um perlum er sá, að þær fyrr-
nefndu myndast af tilviljun en
þær síðarnefndu eru framkall-
aðar með sérstakri aðgerð.
Náttúruperla myndast þegar
sandkorn eða önnur utanað-
komandi ögn kemst inn í
mjúkt hold ostrunnar, sem
reynir að losa sig við hana með
háttbundnum vöðvasamdrætti.
Ef það tekst ekki safnar hún
utan um kornið fljótandi perlu-
efni, sem leggst í lögum utan
um það og storknar; við hvern
andardrátt ostrunnar myndast
ný himna utan um kjarnann,