Úrval - 01.05.1953, Blaðsíða 106

Úrval - 01.05.1953, Blaðsíða 106
104 ÚRVAL lögregluna á villigötur með því að aka Fordbílnum til Wales. En fyrst ókum við til London, því að við ætluðum að reyna að ná í frakkann, sem gat komið öllu upp. Ég veit ekki hvernig við komumst til borgarinnar, því að við vorum ókunnugir á þess- um slóðum. En loks vorum við aftur staddir hjá Westminster Abbey. Enginn maður sást á bílastæðinu, en frakkinn, slitinn og tættur, lá enn óhreyfður þar sem þeir Alan og Gavin höfðu skilið hann eftir. Við Alan ókum til Reading og vorum komnir þangað klukkan tíu. Ég skildi við hann á braut- artorginu, og þegar við höfðum óskað hvor öðrum góðs gengis, ók ég af stað til Wales. Ég hafði búizt við því, að lög- reglan myndi setja hvarf steins- ins í samband við yfirheyrsluna fyrir framan gistihúsið. En svo flögraði það að mér, að það væri ef til vill óþarflega mikil var- kámi að vera að þessum blekk- ingarakstri. Enginn af lögreglu- bílunum, sem ég mætti, skipti sér hið minnsta af mér. Ég á- kvað því að snúa aftur til Read- ing og hjálpa Alan og Gavin við að sækja steininn. Það var viturleg ákvörðun. Ef ég hefði haldið áfram að telja lögregluna jafngreinda og ég hélt að hún væri, myndi ég hafa ekið alla leið til Wales, og öll ábyrgðin á flutningi steinsins hefði lent á herðum Alans, því að Gavin kom aldrei til Reading. Ég hitti Alan þar, og hann var feginn að hitta mig. Við bið- um þarna báðir og athuguðum hverja lest, sem kom frá Lon- don. En ekki bólaði á Gavin og við urðum æ vondaufari. Klukk- an hálffimm gáfumst við upp á biðinni og ókum af stað þang- að sem við höfðum falið stein- inni. Á leiðinni staðnæmdumst við hjá símaklefa og ég hringdi í Neil. Hann réð sér ekki fyrir fögnuði. „Vertu ekki með þetta véfréttarhjal,11 sagði hann þegar ég fór að nota dulmálið, sem við höfðum komið okkur saman um. „Ég tek áhættuna. Þú hefur verið í útvarpinu og þú ert í öllum blöðum. Vegunum yfir landamærin hefur verið lokað í fyrsta skipti í 400 ár, og allt Skotland er í uppnámi. Það hafa verið birtar tvær lýsingar af þér; þær eru góðar, en ekki al- fullkomnar. Hvernig liggur á þér?“ „Ágætlega!“ sagði ég. Ég hefði getað hlustað á hann alla nóttina. „Jæja, leggðu nú á,“ sagði hann. „Og gæfan fylgi þér!“ Við settumst aftur upp í bíl- inn og héldum áfram ferðinni. Við höfðum áhyggjur af hvarfi Gavins, sem okkur fannst óskilj- anlegt. (Seinna kom í ljós, að í veitingahúsi í London hafði Ga- vin tekið eftir manni, sem horfði grunsamlega mikið á hann. Þeg- ar hann fór út úr veitingahús- inu, veitti maðurinn honum eftir-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.