Úrval - 01.05.1953, Blaðsíða 93
HVARF KRÝNINGARSTEINSINS
91
lengi verið krýningarhásæti kelt-
neskra konunga, en árið 1296
var honum rænt með báli og
hrandi úr Sconekirkju, af Ját-
varði I. Englandskonungi, sem
tók steininn frá Skotum, af því
að hann var frelsistákn þeirra.
Því eiga Skotar ekki auðvelt með
að gleyma. Þegar Robert Bruce
hafði leitt baráttu Skota til sig-
urs, var það einn af skilmálum
friðarsamninganna, að krýning-
arsteininum yrði skilað aftur. En
þetta var aldrei efnt og steinn-
inn var kyrr í Westminster Ab-
bey.
En í nóvember 1950 var ég
búinn að ákveða með sjálfum
mér, að ég skyldi ná steininum.
Ég fékk mér til aðstoðar ungan
mann, sem ég ætla að kalla
Neil, og síðan fórum við að gera
áætlanir um leiðangurinn. Við
vonuðumst til að geta afrekað
eitthvað, sem getið yrði í sagn-
fræðibókum, og sem myndi á-
reiðanlega kosta okkur dvöl í
enskum fangaklefa.
Um miðjan nóvember lagði ég
leið mína í Mitchellbókasafnið í
Glasgow og náði mér í allar þær
bækur, sem fjölluðu um West-
minster Abbey og krýningar-
steininn. (Á endanum voru það
bókasafnsspjöldin með nafninu
mínu, sem voru eina örugga
sönnunargagn _ lögreglunnar
gegn mér). Eg las lýsing-
ar og sögulegar frásagnir, at-
hugaði ljósmyndir, gerði upp-
drætti og áætlanir.
Þegar þessu var lokið, fór ég
á fund kaupsýslumanns eins í
Glasgow og bað hann um 50
sterlingspund upp í kostnaðinn
við leiðangurinn (heildarkostn-
aðurinn átti ekki að fara yfir
70 pund). Þegar hann sá, að
mér var alvara, var hann fús
til hjálpar. Hann kynnti mig Ro-
bert Gray, sem var einn af borg-
arstjórafulltrúum Glasgowborg-
ar. Bæði kaupmaðurinn og Gray
höfðu áður verið riðnir við ár-
angurslausar tilraunir til að end-
urheimta steininn. Þeir gáfu
okkur margar góðar ráðlegg-
ingar.
Eina nótt brá ég mér til Lon-
don í njósnarferð. Þegar lestin
fór yfir landamærin, varð ég
gripinn ákafri geðshræringu.
Mér varð hugsað til þess að for-
feður mínir frá Clydesdale höfðu
margoft farið þessa sömu leið,
þegar þeir voru að verja heiður
Skotlands, eða fara í ránsher-
ferðir. En enda þótt för mín
hefði ekki annan tilgang en að
endurheimta einn stein, þá sagði
mér svo hugur um, að forfeð-
ur mínir myndu ekki blygðast
sín fyrir mig.
Þegar ég kom til London,
morguninn eftir, óx taugaæsing
mín um allan helming. Það var
hrífandi tilfinning, að vera
staddur í háborg Englands, ekki
sem ferðamaður, heldur sem
njósnari. Eg slóst í för með
ferðafólki, sem var að skoða
Westminster Abbey, og var góða
stund inni í hljóðum og hálf-
rökkvuðum helgidóminum. Ég