Úrval - 01.05.1953, Blaðsíða 49
TRANSISTORINN: NÝJUNG I FJARSKIPTUM
örlítil tæki sem ekki þarf neina
rafhlöðu eða annarskonar inn-
byggða orku, og fjallgöngu-
menn og aðrir ferðamenn gætu
notað.
Dálítill hiti nægir til að
knýja þau, jafnvel kannski
líkamshiti. Morton notaði lítinn
rafhitamæli, gerðan úr tveim
málmræmum, hvor úr sínum
málmi, sem einskonar raf-
hlöðu, til að knýja lítið trans-
istortæki. Logandi sígaretta
sem haldið var nærri tækinu
nægði til að knýja það. Einnig
mætti fá nægilega orku frá
spenntri úrfjöður sem nægja
mundi handa átta transistora
(sbr. átta lampa) viðtæki í
nokkrar klukkustundir.
Mestra vinsælda mun trans-
istorinn án efa njóta í bílavið-
tækjum. Slík tæki má gera tíu
sinnum minni en þau eru nú,
og tilraunatæki sem gerð hafa
verið nota minni orku en þarf
til að tendra litlu peruna bak-
við mæliborðið og aðeins brot
af því sem viðtæki notar nú.
I bílaviðtæki þarf nú spennu-
breyti og aðrar tilfæringar til
að auka spennuna úr sex volt-
um eins og hún er í rafhlöð-
unni og upp í 130 volt eins og
tækið þarf. Þessi viðbótartæki
auka mjög fyrirferð þess og
geta auk þess bilað, en ekk-
ert af þeim þarf í transistor-
tæki, sem gengur á straumnum
eins og hann kemur úr raf-
hlöðunni.
Um endurnýjun á lömpum
4T
verður að sjálfsögðu ekki að
ræða. Elztu transistorarnir eru
komnir á fimmta brúkunar-
árið, og með endurbótum er
þess vænzt að þeir geti enzt til
eilífðarnóns. Þeim mun því
ekki verða stungið niður ein3
og lömpum er nú, heldur
munu þeir verða lóðaðir við
leiðsluna og sparar það mikið
rúm. Enn einn kostur transist-
orsins er sá, að hann þarf
ekki að „hitna“ eins og lamp-
arnir þurfa nú, Transistorvið-
tækið sendir frá sér af fullum
styrkleik um leið og það er
opnað.
RCA viðtækjaverksmiðjan,
sem framleiðir transistora, hef-
ur smíðað ferðasjónvarpsvið-
tæki, sem vegur aðeins 12 kg,
hefur aðeins einn lampa,
myndalampann, og 37 trans-
istora í stað jafnmargra
lampa.
Rafeindaheilar, eins og hinar
flóknu reiknivélar nútímans
eru stundum kallaðar, reikna á
nokkrum klukkutímum það
sem áður tók mörg ár, en raf-
eindalamparnir í þeim, sem eru
bæði fyrirferðamiklir, orku-
frekir og skammlífir, hafa
sett stærð þeirra takmörk.
Stærsti rafeindaheili sem smíð-
aður hefur verið er ekki flókn-
ari en taugakerfi fisks; en
reiknivél sem samsvaraði
taugakerfi mannsins mundi
vera stærri en stærsta bygging
heimsins, Empire State Build-
ing. Transistorinn mundi geta