Úrval - 01.05.1953, Blaðsíða 103
HVARF KRÝNINGARSTEINSINS
101
ætlaðist til, kom lögregluþjónn-
inn á eftir okkur niður stiginn
— hann var svo undrandi yfir
akstri okkar, að hann tók ekki
eftir neinu öðru. En þegar við
vorum komin út á götuna, jók
Kay hraðann.
Nú var komið líf í tuskurnar.
Enn var ekki allt tapað, en út-
litið var alvarlegt. Við urðum
með einhverju móti að komast
sömu leið til baka, og ná því,
sem eftir var af steininum, en
hann lá nú í múraragarðinum
hjá vinum okkar. Og síðan varð
að koma steininum á öruggan
stað. En Anglíabíllinn var orð-
inn hættulegur — lögreglu-
þjónninn hlaut að hafa skrifað
hjá séra númerið. Við afréðum
að Kay skyldi aka vestur á bóg-
inn, svo að hún væri komin út
fyrir mesta hættusvæðið þegar
birti af degi.
Á bílastæðinu flutti ég stein-
inn aftur í farangursgeymsluna
og fór sjálfur í frakka Alans.
Svo þreifaði ég í vösum mínum
eftir lyklinum að hinum bílnum
— og mundi þá mér til skelf-
ingar eftir því, að þeir voru í
hinum frakkanum, sem ég hafði
skilið eftir hjá félögum mínum.
Við ókum af stað. Ég steig
úr bílnum við umferðaljós, ósk-
aði Kay góðrar ferðar og kyssti
hana, til þess að maður sem
fram hjá fór, hefði eitthvað til
að glápa á. „Þetta hefur verið
yndislegt kvöld, elskan,“ sagði
ég. Svo ók hún af stað.
Ég hélt aftur til kirkjunnar
og hljóp við fót. Þegar ég mætti
lögregluþjóni, hengdi ég höfuð-
ið niður á bringu, svo að ég
þekktist ekki, ef vinur okkar
væri þarna á ferð. Enginn mað-
ur var sjáanlegur, þegar ég
beygði inn á stíginn og smeygði
mér gegnum dymar á múrara-
garðinum. Þar lá steinninn, en
þeir Alan og Gavin sáust hvergi.
„Alan! Gav!“ kallaði ég lágt,
en enginn svaraði. Ég stirðnaði
upp af ótta.
Eg opnaði brotnu kirkjudyrn-
ar og fór inn. Ljósið logaði enn
í hinum enda kirkjunnar. Ég
blístrað lágt. Það hafði engin
áhrif. Vinir mínir voru horfn-
ir út í nóttina með frakkann
minn.
Ef til vill biðu þeir nú eftir
mér á bílastæðinu. Ég fór þang-
að og fann Fordbílinn, en þar
var engin lifandi sála. Ég settist
á ,,stuðarann“ og kveikti mér
í sígarettu. Við höfðum næstum
verið búnir að bjarga steinin-
um, og þá hafði gæfan snúið
við okkur bakinu. Við höfðum
verið búnir að höndla sigurinn
og þá hafði hann smogið úr
greipum okkar. Við myndum
lenda í fangelsi. Ég andaði að
mér reyknum, og hann var eins
og sandur á bragðið.
Allt í einu datt mér dálítið
í hug. Ég henti sígarettunni og
hljóp aftur til kirkjunnar. Að
öllum líkindum höfðu þeir Alan
og Gavin leitað að bíllyklunum
í frakkavasa mínum og ekki
fundið; það var ekki ólíklegt,