Úrval - 01.05.1953, Blaðsíða 103

Úrval - 01.05.1953, Blaðsíða 103
HVARF KRÝNINGARSTEINSINS 101 ætlaðist til, kom lögregluþjónn- inn á eftir okkur niður stiginn — hann var svo undrandi yfir akstri okkar, að hann tók ekki eftir neinu öðru. En þegar við vorum komin út á götuna, jók Kay hraðann. Nú var komið líf í tuskurnar. Enn var ekki allt tapað, en út- litið var alvarlegt. Við urðum með einhverju móti að komast sömu leið til baka, og ná því, sem eftir var af steininum, en hann lá nú í múraragarðinum hjá vinum okkar. Og síðan varð að koma steininum á öruggan stað. En Anglíabíllinn var orð- inn hættulegur — lögreglu- þjónninn hlaut að hafa skrifað hjá séra númerið. Við afréðum að Kay skyldi aka vestur á bóg- inn, svo að hún væri komin út fyrir mesta hættusvæðið þegar birti af degi. Á bílastæðinu flutti ég stein- inn aftur í farangursgeymsluna og fór sjálfur í frakka Alans. Svo þreifaði ég í vösum mínum eftir lyklinum að hinum bílnum — og mundi þá mér til skelf- ingar eftir því, að þeir voru í hinum frakkanum, sem ég hafði skilið eftir hjá félögum mínum. Við ókum af stað. Ég steig úr bílnum við umferðaljós, ósk- aði Kay góðrar ferðar og kyssti hana, til þess að maður sem fram hjá fór, hefði eitthvað til að glápa á. „Þetta hefur verið yndislegt kvöld, elskan,“ sagði ég. Svo ók hún af stað. Ég hélt aftur til kirkjunnar og hljóp við fót. Þegar ég mætti lögregluþjóni, hengdi ég höfuð- ið niður á bringu, svo að ég þekktist ekki, ef vinur okkar væri þarna á ferð. Enginn mað- ur var sjáanlegur, þegar ég beygði inn á stíginn og smeygði mér gegnum dymar á múrara- garðinum. Þar lá steinninn, en þeir Alan og Gavin sáust hvergi. „Alan! Gav!“ kallaði ég lágt, en enginn svaraði. Ég stirðnaði upp af ótta. Eg opnaði brotnu kirkjudyrn- ar og fór inn. Ljósið logaði enn í hinum enda kirkjunnar. Ég blístrað lágt. Það hafði engin áhrif. Vinir mínir voru horfn- ir út í nóttina með frakkann minn. Ef til vill biðu þeir nú eftir mér á bílastæðinu. Ég fór þang- að og fann Fordbílinn, en þar var engin lifandi sála. Ég settist á ,,stuðarann“ og kveikti mér í sígarettu. Við höfðum næstum verið búnir að bjarga steinin- um, og þá hafði gæfan snúið við okkur bakinu. Við höfðum verið búnir að höndla sigurinn og þá hafði hann smogið úr greipum okkar. Við myndum lenda í fangelsi. Ég andaði að mér reyknum, og hann var eins og sandur á bragðið. Allt í einu datt mér dálítið í hug. Ég henti sígarettunni og hljóp aftur til kirkjunnar. Að öllum líkindum höfðu þeir Alan og Gavin leitað að bíllyklunum í frakkavasa mínum og ekki fundið; það var ekki ólíklegt,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.