Úrval - 01.05.1953, Blaðsíða 27

Úrval - 01.05.1953, Blaðsíða 27
FISKIVEIÐAR MEÐ TÖMDUM SKÖRFUM 25 gerði svo mikinn hávaða, að ég hugsaði með sjálfum mér að allir fiskar, sem væru í ná- grenninu, myndu auðvitað verða dauðskelkaðir. En mér skjátlaðist heldur beturi Ég varð alveg forviða, að sjá hvernig hin sameinuðu áhrif bjarmans af eldinum og gaura- gangsins í mér drógu fiskinn upp á yfirborðið og eins og dáleiddu hann! Hann kom í þéttum taumum og torfum — óteljandi silfurstrengir af spriklandi og glitrandi fiski, sem léku sér kringum fleytuna okkar eins og eldflugur í jap- önskum garði. Ég var svo nið- ursokkinn í að horfa á þessa furðusýn, að ég gleymdi sem snöggvast að halda áfram að berja borðstokkinn með stöng- inni. En þá brá svo við, að fisk- arnir hættu leik sínum og hurfu undir yfirborðið. En þegar ég hóf barsmíðina að nýju, komu þeir aftur upp á yfirborðið og að bátnum okkar. Nú var kominn tími til að skarfarnir tækju til starfa. Ég fyigdist nú vel með öllu sem gerðist í kringum mig, en gætti þess að láta ekkert hlé verða á starfi mínu, sem bersýnilega var óhjákvæmilegur hluti af veiðistarfinu. Formaðurinn setti nú fuglana, einn og einn í senn á vatnið, — en þeir tog- uðu í taumana, eins og ólmir veiðihundar. Brátt voru þeir allir tólf komnir í fullan gang og hömuðust við að grípa fisk- inn í gogginn. Formaðurinn stjórnaði hverjum einstökum fugli með taumunum af svo mikilli leikni, að ég get ekki almennilega gert mér eða öðr- um grein fyrir því. Ég hefði auðveldlega getað trúað því, að gamli maðurinn hefði augu í hnakkanum! Og það meira að segja arnaraugu, því hann fylgdist með hverri hreyfing þessara tólf fugla, sem hömuðust við að höggva og glefsa til beggja hliða. Ekki kom. það fyrir eitt einasta skipti, að taumarnir á fuglun- um fíæktust saman. Ég held ekki að ég hafi nokkurn tíma séð neitt gert af annarri eins leikni og gamli formaðurinn sýndi í starfi sínu. Strax þegar kok fuglsins var orðið útþanið af fiski, — hann getur haldið sjö fiskum af venjulegri stærð upp í sér í einu, en kingir strax þeim smærri — flvtti formaðurinn sér að draga hann að bátnum með beizlinu og innbyrða hann. Þegar gamli maðurinn þurfti að gera þetta, kom hin ótrúlega leikni hans bezt í ljós. Á meðan hann gaf gaum að veiðifuglunum, sem voru að starfi, og stjórnaði þeim með taumunum, iyfti hann fuglinum sem brauzt um og gargaði, upp í bátinn og hélt honum meðan hann tók um háls hans með þeirri bendinni, sem laus var og hvolfdi honum svo að fiskurinn, sem fuglinn hélt í kokinu hrundi niður í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.