Úrval - 01.05.1953, Page 87

Úrval - 01.05.1953, Page 87
ÞEGAR JÖRÐIN FÆDDIST 85 meira — en það mundi nægja til að færa í kaf New York, London, París og stórar flatn- eskjur með ströndum fram. „Hinn skapaði heimur,“ skrifaði Sir Thomas Browne, „er aðeins sem innskot innan sviga í eilífðinni.“ Á minni mælikvarða er heimur manns- ins aðeins sem innskot innan sviga í hinni löngu sögu jarð- arinnar. Á komandi öldum munu hin miklu þróunarskeið jarðarinnar endurtaka sig. Á hverjum degi munu regn og rennandi fljót flytja átta millj- ónir lesta af jarðvegi til sjáv- ar, unz allir tindar og öll fjöll sem við þekkjum eru komin á hafsbotn. Og aftur mun yfir- borð jarðar rísa í fellingar, eldfjöll munu myndast, skrið- jöklar munu sverfa hálendið og láta eftir sig ný vötn og nýjar ár í vökum sínum, og sjórinn mun hækka og lækka — en allt gerist þetta á svo löngum tíma að hinn smái tímakvarði mannsins er meiningarlaus í því sambandi. Því að jörðin er ennþá ung. Hún mun sennilega verða til jafnlengi og sólin, og sólin er ung stjarna, sem býr yfir elds- neyti til margra ármiljarða. Það var einu sinni álit stjörnu- fræðinga að sólin mundi smátt og smátt kulna út eins og glóð í arni, og að lífið á jörðinm mundi frjósa í helkulda geims- ins. En þeir vita nú meira um þá framvindu sem viðheldur ljósi stjarnanna, og þeir eru ekki lengur þeirrar skoðunar að stjömurnar muni fá hægt andlát. Allt bendir til að jörð- in muni farast í eldi. Eftir þrjá til tíu ármiljarða mun vetnið sem kyndir sólina verða að þrotum komið, og þá munu gerast atburðir í sólinni sem valda því að hún verður bjartari og heitari. Hægt en stöðugt mun hitinn á jörðinni hækka, unz líf hennar hefur stiknað og höfin gufað upp. 1 dauðastríði sínu mun sólin að öllum líkindum bólgna út, í fyrstu hægt, en síðan örar, og verða það sem stjörnufræðing- ar kalla „rauð risastjama" (red giant) — útþanin, srmd- urlaus stjarna sem gleipa mun jörðina. Hugsanlegt er einnig að sól- in springi í dauðateygjunum. Hún sundrast kannski í einm ægilegri sprengingu, en hún getur líka orðið „nóva“ (ný- stirni): sundrast í mörgum sprengingum, sem hver um sig magnar ljós hennar 10.000 falt um stund. Áð minnsta kosti 30 „nóvur“ sjást í vetrarbraut okkar á ári. Þegar skapadægrið rennur upp mun sólin þeyta frá sér lýsandi lofthjúp sínum. Átta mínútum eftir fyrstu spreng- inguna mun fyrsta ljós- og hitabylgjan berast til jarðar- innar og umlykja hana ban- vænum örmum sínum. Tveim dögum seinna munu hinar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.