Úrval - 01.05.1953, Page 87
ÞEGAR JÖRÐIN FÆDDIST
85
meira — en það mundi nægja
til að færa í kaf New York,
London, París og stórar flatn-
eskjur með ströndum fram.
„Hinn skapaði heimur,“
skrifaði Sir Thomas Browne,
„er aðeins sem innskot innan
sviga í eilífðinni.“ Á minni
mælikvarða er heimur manns-
ins aðeins sem innskot innan
sviga í hinni löngu sögu jarð-
arinnar. Á komandi öldum
munu hin miklu þróunarskeið
jarðarinnar endurtaka sig. Á
hverjum degi munu regn og
rennandi fljót flytja átta millj-
ónir lesta af jarðvegi til sjáv-
ar, unz allir tindar og öll fjöll
sem við þekkjum eru komin á
hafsbotn. Og aftur mun yfir-
borð jarðar rísa í fellingar,
eldfjöll munu myndast, skrið-
jöklar munu sverfa hálendið og
láta eftir sig ný vötn og nýjar
ár í vökum sínum, og sjórinn
mun hækka og lækka — en
allt gerist þetta á svo löngum
tíma að hinn smái tímakvarði
mannsins er meiningarlaus í
því sambandi.
Því að jörðin er ennþá ung.
Hún mun sennilega verða til
jafnlengi og sólin, og sólin er
ung stjarna, sem býr yfir elds-
neyti til margra ármiljarða.
Það var einu sinni álit stjörnu-
fræðinga að sólin mundi smátt
og smátt kulna út eins og glóð
í arni, og að lífið á jörðinm
mundi frjósa í helkulda geims-
ins. En þeir vita nú meira um
þá framvindu sem viðheldur
ljósi stjarnanna, og þeir eru
ekki lengur þeirrar skoðunar
að stjömurnar muni fá hægt
andlát. Allt bendir til að jörð-
in muni farast í eldi.
Eftir þrjá til tíu ármiljarða
mun vetnið sem kyndir sólina
verða að þrotum komið, og þá
munu gerast atburðir í sólinni
sem valda því að hún verður
bjartari og heitari. Hægt en
stöðugt mun hitinn á jörðinni
hækka, unz líf hennar hefur
stiknað og höfin gufað upp. 1
dauðastríði sínu mun sólin að
öllum líkindum bólgna út, í
fyrstu hægt, en síðan örar, og
verða það sem stjörnufræðing-
ar kalla „rauð risastjama"
(red giant) — útþanin, srmd-
urlaus stjarna sem gleipa mun
jörðina.
Hugsanlegt er einnig að sól-
in springi í dauðateygjunum.
Hún sundrast kannski í einm
ægilegri sprengingu, en hún
getur líka orðið „nóva“ (ný-
stirni): sundrast í mörgum
sprengingum, sem hver um sig
magnar ljós hennar 10.000 falt
um stund. Áð minnsta kosti 30
„nóvur“ sjást í vetrarbraut
okkar á ári.
Þegar skapadægrið rennur
upp mun sólin þeyta frá sér
lýsandi lofthjúp sínum. Átta
mínútum eftir fyrstu spreng-
inguna mun fyrsta ljós- og
hitabylgjan berast til jarðar-
innar og umlykja hana ban-
vænum örmum sínum. Tveim
dögum seinna munu hinar