Úrval - 01.05.1953, Page 97

Úrval - 01.05.1953, Page 97
HVARF KRÝNINGARSTEINSINS 95- að láta fara sem minnst fyrir mér. ,,Hvers vegna kölluðuð þér ekki?“ spurði hann. Rödd hans var valdsmannsleg, en reiðilaus. „Ég hélt að ég yrði skammað- ur,“ sagði ég grátklökkum rómi. „Jæja,“ sagði hann. „Þú varst heppinn að ég barði þig ekki í hausinn. Þú veizt að við erum á verði hér alla nóttina." Þeirri von skaut upp hjá mér, að ef til vill myndi hann ekki af- henda mig lögreglunni, sem hlyti að leita á mér. Þá skeði það, þeg- ar ég hreyfði mig, að klauf járnið losnaði úr bandinu sem það hékk í, og hefði dottið á gólfið, ef ég hefði ekki getað þrýst því að lær- inu með hendinni. Það sló út um mig köldum svita og ég sagði við sjálfan mig: ,,Ég má ekki gefast upp. Ég má ekki gefast upp.“ 1 næstu andrá vorum við á leiðinni til dyranna. Næturvörð- urinn hélt að ég hefði falið mig í kirkjunni, af því að ég ætti hvergi höfði mínu að að halla. Hann spurði, hvort ég hefði nokkra peninga. Þegar ég svar- aði, að ég værí ekki peningalaus, fylgdi hann mér niður þrepin, óskaði mér gleðilegra jóla og lileypti mér út til fólksins, sem hafði ekkert á samvizkunni. Ég haf ði eyðilagt ágæta áætl- un af klaufaskap. Mér lá við gráti af inmætti og skömm. Fyrir sérstaka heppni rakst ég fljótlega á Gavin og við gengum yfir Trafalgartorgið, þar sem hann hafði mælt sér mót við Kay og Alan. Við vorum öll fremur dauf í dálkinn. Við ræddum um hvort við ættum að reyna aftur næsta kvöld, en hættum við það af því að við töldum það of hættulegt. Önnur klaufaleg til- raun gat aðeins endað með van- virðu fyrir land okkar og sam- tök. En það kom ekki til mála að við héldum strax heim. „Við gætum brotizt hreinlega inn,“ sagði Alan, sem hafði ekki tekið þetta fyrsta óhapp okkar hið minnsta nærri sér. Við fórum í marga njósnar- leiðangra þessa nótt, vorum á vakki kringum kirkjuna og reyndum að afla okkur allra þeirra upplýsinga sem við gát- um. Það hlýtur að hafa verið komið langt fram á morgun þeg- ar við stöðvuðum bílana okkar tvo og reyndum að fá okkur hænublund, þrátt fyrir napran kulda. Bæði var það, að gisting á hóteli hefði orðið of dýr fyrir okkur, og svo hitt, að í bílunum lifðum við eins konar hermanna- lífi, varðveittum tengslin við Skotland og ósveigjanlegt áform okkar, sem kynnu að hafa rofn- að, ef við hefðum leitað í hlýju og mjúk rúm. Daginn eftir héldum við okk- ur í nánd við kirkjuna, sem var full af fólki er kom þangað af tilefni jólanna. - Þegar dimmdi um kvöldið varð fyrst hráslaga- legt, en síðan lagðist nístandi kaldur þokuslæðingur yfir borg- ina.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.