Úrval - 01.05.1953, Blaðsíða 74

Úrval - 01.05.1953, Blaðsíða 74
72 ÚRVAL hafði átt að mæta á þýðingar- •miklum fundi hjá áhrifamiklum viðskiptavini daginn áður. Hann bölvaði sjálfum sér fyrir að hafa setzt að hádegisverði og drykkju daginn áður og síðan steingleymt fundinum. Hann klæddi sig í skyndi og fór á fund viðskiptavinarins og hóf upp afsakanir vegna þess að hann hafði ekki komið daginn áðnr. „En góði maður, sagði viðskiptavinurirm, „hafið þér fengið hitaslag? Þér voruð hér í tvo tíma og við urðum ásáttir um uppkast að kaupsamningi. Hérna er það!“ Framkoma forstjórans hafði verið óaðfinnanleg, en þó hafði hann verið svo drukkinn, að hann mundi ekkert af því sem skeð hafði. Fyrir slíkum mönn- um fer ætíð þannig að eftir að þeir um æðilangt skeið hafa getað drukkið ótrúlegt magn af áfengi án þess að á þeim sæi, minnkar áfengisþol þeirra skyndilega og brátt hætta þeir að geta drukkið tvær öflöskur án þess að reika í spori.“ „En eru ekki til menn sem finnst þeir þurfa að drekka í sig kjark þegar sérstaklega stendur á, finna svo sjálfir þeg- ar þeir þurfa ekki meira og hætta þá?“ „Jú, slíkt fólk er til, einkum karlmenn. Þeir drekka til þess að losa sig við hömlur, og þegar þeir finna að þeir hafa fengið kjark til þess sem þeir ætla að gera, hætta þeir af sjálfsdáðum til þess að forðast að óþægileg áhrif komi í kjölfar hinna þægi- !egu. Þeir eru hvorki ofdrykkju- né drykkjumenn, þeir drekka aðeins til að sigrast á tiltekn- um erfiðleikum á tiltekinni stundu.“ „Við höfum talað um áfeng- isþol einstakra manna og óhóf- lega drykkju — en hvar eru eiginlega takmörkin?“ „Eigið þér við hve mikið á- fengi maður þurfi að drekka til að drepa sig? Það fer eftir því hve menn eru þjálfaðir í drykkju og ýmsu fleiru. En eitt er víst: áfengi hefur alltaf lam- andi áhrif. Það er ekki hægt að segja með vissu hvað banvænn skammtur er, þa.ð fer líka eftir því hve ört er drukkið. Ef hægt er drukkið, þannig að nokkuð af áfenginu brennur í líkaman- um meðan drukkið er þarf stærri skammt. Ef allt er tek- ið með í reikninginn er talið að banvænn áfengisskammtur í blóðinu sé ekki undir fimm pró- mille og ekki yfir tíu. Viðbrögð heilbrigðs líkama, þ. e. annarra en ofdrykkjumanna, við slíku eitri myndu þó verða þau að losa sig við það — oftast með uppsölu.“ „Að lokum ein spurning, dr. Jacobsen: drekkið þér sjálfur?“ „Já, auðvitað, persónulega hef ég ekki andúð á víni eða brennivíni. En ef ég ætti að svara spurningunum mínum mundi ég fá minna en sex stig.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.