Úrval - 01.05.1953, Side 5
HANS FALLADA
3
sér klafann, mistókst honum að
losna. Þegar hann í örvæntingu
sinni, vegna hörku eins kennar-
ans og fjandskapar allra í sinn
garð, reyndi að strjúka til
Ameríku, var hann gripinn og
fluttur heim, áður en hann
komst á brautarstöðina. Það
kom í ljós, að hann hafði hnupl-
að sér farareyrinum, og einnig
var nestið fengið ófrjálsri
hendi. Hann var sem sagt
þjófur. Sonur hæstaréttardóm-
ara og sléttur þjófur! Og hann
laug ekki eins og hin börnin,
þannig að honum yrði trúað.
Lygar hans voru óeðlilegar og
öfgafullar og svo fáránlegar,
að þeim var ekki trúað. Hann
var sem sagt bæði heimskur og
gjörspilltur. En þó snáðinn
væri forhertur að dómi hinna
fullorðnu, var hann ekki
beittur líkamsrefsingum. Og
var þetta þó á því skeiði vest-
rænnar menningar, þegar álitið
var, að enginn yrði óbarinn
biskup.
Faðir Rudolfs var af þeirri
tegund embættismanna, sem
sýndu yfirvöldunum skilyrðis-
lausa hlýðni. Er þetta gott
dæmi um skortinn á sjálfstæðu
siðferðismati einstaklinganna á
tímum nazista. Það hæsta, sem
menn gátu náð, var að hans
áliti, að dæma aðra eftir bók-
staf laganna. Boðorðum hans á
heimilinu varð ekki um þokað.
Móðirin var einmitt eins og
keisarinn sjálfur hafði fyrir-
skipað, að eiginkona skyldi
vera: kirkjurækin kona sem
hugsaði einungis um heimili
og börn. Hún lagði þann skiln-
ing í hjúskapartryggð, að
konan ætti ekki að eiga nein
leyndarmál fyrir manni sín-
um. Þetta hafði það í för með
sér m. a., að börnin þorðu ekki
að sýna henni neinn trúnað eða
tala við hana í einlægni. Milli
foreldra og barna risu óyfir-
stíganlegir múrar valds, fálæt-
is, tortryggni, hræsni og ósann-
sögli.
Kjörorð heimilisins var spar-
semi og agi. Bannað var að
víkja sér að heiman í frístund-
um sínum, bannað að lesa Indí-
ánasögur og bannað að lesa
blöð. Það var einnig að heita
mátti bannað að lesa skáld-
skap. Hins vegar áleit faðirinn
Rudolf syni sínum gagnlegt að
lesa skjöl sakamáladómstólsins.
Réttarbókin um morðingja,
þjófa, hórumangara, ræningja,
falsara og brennuvarga varð
ævintýralestur hins bókhneigða
drengs. Það var hugsun föður-
ins, að drengurinn skyldi á
þennan hátt kynnast starfsað-
ferðum þeim, sem réttvísin
notaði til að fá sakamenn
dæmda. En það, sem tók hug
drengsins fanginn í lestrinum,
var eitthvað það, sem heim-
færa mátti upp á viðhorf hans
til umhverfisins. Það var
mannssálin sjálf í hildarleik
yfirheyrslunnar, það var bar-
átta sakamannsins fyrir lífi