Úrval - 01.05.1953, Blaðsíða 12

Úrval - 01.05.1953, Blaðsíða 12
10 ÚRVAL, spumingu, hvort honum hefði verið refsað fyrir glæp. Fall- ada hafði verið dæmdur undir nafninu Rudolf Ditzen. Hann óttaðist, að hvort sem hann svaraði játandi eða neitandi yrði farið að rifja upp fortíð hans — og slíkt gat haft óþægilegar, jafnvel hættu- legar afleiðingar. Af sömu ástæðu reyndi hann aldrei að afla sér ökuskírteinis. Auk þess vonaði hann eins og svo margir aðrir, að nazistastjóm- in mundi brátt steypast af stóli. En áður en það gerðist, tók tilveran stöðugt að verða hon- um örðugri. Nýir árekstrar við þjóðfélagið, í rauninni mjög al- varlegs eðlis, höfðu úrslitaþýð- ingu fyrir örlög hans. Nazistar létu hann ekki í friði. Hinar miklu vinsældir hans vildu þeir færa sér í nyt. Eftir 1940 urðu þeir sífellt aðgangsfrekari. Þeir kröfðust þess, að hann gerði sér far um að vinna að eflingu þúsundára ríkis þeirra með ritverkum sínum. Þeir reyndu að fá hann til að yfir- gefa sinn gamla útgefanda, svo að þeir gætu þaggað niður í honum, svo lítið bæri á. Þeir gáfu Fallada ákveðin fyrir- mæli. Einu sinni vildu þeir, að hann færi til Súdetahéraðanna, í annað skipti, að hann skrif- aði skáldsögu, þar sem þegn- skylduvinnan væri uppistaðan. I bæði skiptin tókst honum að humma þetta fram af sér. En að lokum misstu þeir þolin- mæðina, eins og það var kall- að. Nánari atvik eru ekki kunn. Líklega settu þeir hon- um kosti. Fjárkúgun var uppáhaldsaðferð nazista. Hann þrjózkaðist við. Árið 1943 voru bækur Fallada bannað- ar á öllu yfirráðasvæði Þjóð- verja. Það er auðvelt að gera sér í hugarlund, hvaða þýðingii þetta hafði fyrir rithöfund, sem taldi tilverurétt sinn byggjast á því að afla sér sífellt fleiri að- dáenda og hrífa þá æ meir með hverri bók. Fallada féll þarna á eigin bí’agði. Þetta var hans andlegi dauðadómur. Hann gat ekki eins og aðrir rithöfundar með færri persónuleg vandamál dregið sig í híði sitt og reynt að bíða þess að illviðrinu slot- aði. Tilfinningin fyrir því, að eitthvað væri bogið við hann sjálfan, ruglaði hann og espaði. Einangraður frá þeim fáu vinum, sem hann átti og um- setinn af Gestapo, lifði hann á hinu litla landsetri sínu fullur órósemi. Hann var aftur fai’inn að drekka og nota morfín. Al- varlegir árekstrar urðu með þeim hjónum. Öðru hverju fór hann heiman að og bjó í smá- bænum Feldberg nokkrar mílur burtu, eða hjá ungri stúlku frá Berlín. Eitt sinn þegar hann kom heim, lenti honum og konunni svo harkalega saman að kalla varð á lögregluna. Fallada var settur í gæzluvarðhald í Alt- Strelitz ákærður fyrir morðtil-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.