Úrval - 01.05.1953, Page 54
52
ÚRVAL
minn, sjá illan endi á fyrirætl-
un, sem þér tókust á hendur
af göfugmennsku yðar í þágu
almennings; og það hefur mik-
il áhrif á mig hvernig þér
bregðist við tíðindunum . . .
En þeim, sem kynnu að vilja
koma með ásakanir, skal tjáð
að ég hafði í raun og veru lok-
ið ætlunarverki mínu . . . Mér
hafði lánast að safna um borð
öllum plöntum mínum í bezta
ásigkomulagi . . . Ég neitaði
mér jafnvel um að taka með
varning til eigin þarfa, lét
kasta fyrir borð hænsnabúr-
unum og öllum þægindum. Eg
lét refta hluta af lyftingunni
og kom þar fyrir plöntum sem
ég gladdi augu mín við á
hverjum degi.“
Þrátt fyrir þessi hörmulegu
endalok hélt Banks tryggð við
Bligh. Skömmu eftir að upp-
reisnarmennirnir höfðu verið
dæmdir í október 1790, bað
Banks ráðuneytið um styrk til
nýrrar ferðar, og í desember
1790 fékk hann styrk til ann-
ars brauðaldinleiðangurs. Bligh
var aftur valinn fararstjóri og
fékk í þetta skipti freigátuna
Providence sem var nokkuð
stærri en Bounty. Fylgdar-
skip hennar skyldi vera vopn-
að briggskip, Assistance. Tveir
garðyrkjumenn frá Kewgras-
garðinum, James Wiles og
Christopher Smith, fóru einnig
með.
Lagt var af stað 3. ágúst 1791
og siglt fyrir Góðravonahöfða.
Bligh kom til Tasmaníu S.
febrúar 1792 og gróðursetti
þar tré og jurtir eins og áður.
Til Tahiti komu bæði skipin 8.
apríl 1793. Þeir fengu ágætar
móttökur. Ráðstafanir voru
gerðar til að útvega brauð-
aldintré. Wiles og Smith
byggðu skýli á ströndinni til
þess að geta haft plönturnar í
skugga meðan verið var að
setja þær í potta. Eftir að þær
höfðu fest rætur voru þær
fluttar um borð. Eftir þriggja
mánaða viðdvöl skrifaði Bligh:
„Allar plöntumar eru nú í
bezta ásigkomulagi og breiða
skemmtilega úr blöðum sínum.
Ég hef látið gera þeim loft-
góðan stað í lyftingunni og í
stafni og skut og mun sigla
með fullhlaðið skip.“ Þann 18.
júlí, daginn sem lagt var af
stað, skrifaði hann: „Varlega
áætlað höfum við meðferðis:
2126 brauðaldintré, 472 aðrar
plöntur og 36 fágætar plöntur
— alls 2634.“
Siglt var vestur, meðfram
Fijieyjum og komið að strönd
Nýju Guineu 27. ágúst. Fram-
undan var hættuleg sigling
gegnum Torresundið milli
Astralíu og Nýju Guineu.
Bligh skrifaði: „Ástand plantn-
anna verður alvarlegra með
hverjum degi; margar eru
dauðar og útlitið er ótryggt
. . . Það er óumflýjanleg nauð-
syn að takmarka við þær vatn,
svo að nóg vatn verði handa
skipshöfninni ef okkur tekst